Hjukrun.is-print-version

Umsögn um frumvarp til laga

RSSfréttir
25. febrúar 2005

Nefndasvið Alþingis

Austurstræti 8 - 10

150 Reykjavík

     Reykjavík, 25. febrúar 2005

Efni: Umsögn um frumvarp til laga um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga, 479. mál, um aðild og viðmiðunarlaun. 

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fékk til umsagnar ofangreint frumvarp sbr. bréf dags. 9. febrúar sl. frá nefndarrritara efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skilaði umsögn dags. 8. desember 2003 um frumvarp sem þá var til umfjöllunar í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis og tók til breytinga á lögum um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga.  Í þeirri umsögn var áhersla lögð á að hjúkrunarfræðingar gætu átt einstaklings aðild að sjóðnum, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.  Þær breytingar sem nú eru lagðar til, í umræddu frumvarpi, eru mjög í anda þess sem félagið lagði til í fyrri umsögn sinni.  Því fagnar Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga umræddri breytingu.

Fulltrúar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sem sitja í stjórn Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga, voru kallaðir til umsagnar í Fjármálaráðuneytinu á vinnslustigi þessa frumvarps.  Sjónarmiðum hjúkrunarfræðinga hefur því áður verið komið á framfæri og tillit tekið til þeirra í umræddum frumvarpstexta.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga vill aðeins árétta að tryggja verður að sjóðfélagi sem kann að hafa verið í launalausu leyfi og því ekki greiðandi í LH á viðmiðunartímanum, þ.e. í árslok 2004, tapi ekki aðild sinni að sjóðnum.  Því leggur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga til að orðalagi 1. og 3. mgr. 2. gr. frumvarpsins verði breytt og tilgreini þá sem  "...höfðu heimild til aðildar að sjóðnum við árslok 2004”.

Virðingarfyllst,

F.h. stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga,

________________________________________

Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála