haldinn 18. apríl 2005 kl. 14:00
Mættir: Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður, Erlín Óskarsdóttir, Jón Aðalbjörn Jónsson ritari, Herdís Herbertsdóttir, gjaldkeri, Halla Grétarsdóttir, meðstjórnandi, Ingibjörg Sigmundsdóttir, meðstjórnandi og Inga Valborg Ólafsdóttir, varamaður.
Gestir fundarins: Viktor Knútur Björnsson endurskoðandi, Kristinn Rúnar Viktorsson endurskoðandi og Ingunn Sigurgeirsdóttir fjármálastjóri Fíh.
Dagskrá:
Fundargerð stjórnarfundar 4. apríl 2005 samþykkt.
Ársreikningar Fíh 2005.
Viktor Knútur fór yfir ársreikning 2004. Hagnaður ársins er tæpur 8 miljónir og eigið fé tæpar 70 miljónir. Ef Bláskógar verða fluttir til Orlofssjóðs minnkar höfuðstóll félagsins en eignir Orlofssjóðs aukast sem því nemur. Ósóttir styrkir til fagdeilda að upphæð rúmlega ein miljón leggst við höfuðstólinn.
Einnig var farið yfir ársreikninga Orlofssjóðs, Starfsmenntunarsjóðs, Vísindasjóðs og Vinnudeilusjóðs.
Stjórnarmenn lýstu ánægju með útlit og uppsetningu ársreikninginn.
Ákveðið var að veita 1,5 miljónir í útgáfu bókarinnar um sögu hjúkrunar, 2 miljónir í hjúkrunarfræðingatal og 1 miljón í Minjanefnd.
Ákveðið að færa Bláskóga í Orlofssjóð.
Fjárhagsáætlun 2005, 2006, 2007.
Ingunn fór yfir rekstraráætlun 2005 og 2006.
Áætlunin samþykkt með breytingum.
Tillaga um hækkun félagsgjalda fagaðila.
Samþykkt að hækka í 5.000.- á ári.
Verktilboð frá PricewaterhouseCoopers um ráðgjöf varðandi fjármálaumsýslu félagsins.
Samþykkt að taka boðinu. Aðaláherslan verði lögð á fjórða þáttinn, þar sem mannaflaþörf fyrir fjármálaumsýslu var það sem lagt var upp með í byrjun.
Undirbúningur fulltrúaþings:
Farið yfir neðantalin gögn og athugasemdum og breytingatillögum komið á framfæri.
Skýrslu stjórnar
Lagabreytingar. Stjórn samþykkti tillögur nefndarinnar að lagabreytingum. Jón Aðalbjörn Jónsson var ekki sammála því að eingöngu félagsmenn með fulla aðild geti átt rétt til setu í stjórn Orlofssjóðs.
Starfsáætlun stjórnar tímabilið 2005-2007
Framboð til stjórnar og í nefndir félagsins.
Ákveðið að leggja fyrir fulltrúaþingið tillögur um að
Kjarasamningar við aðra en ríkið – staða mála.
Búið er að samþykkja að
Svar Gísla Tryggvasonar f.h. sjóðsstjórna St. BHM og SBHM dags. 17. mars 2005 við bréfi stjórnar Fíh dags. 12. janúar um útfararstyrki.
Bréfið kynnt stjórn. Í bréfinu kemur fram að ákveðið hefur verið að samræma réttindi til útfararstyrks í Styrktarsjóði og Sjúkrasjóði BHM.
Álit siða-og sáttanefnd, dags. 23. janúar 2005, á notkun lógóa fyrirtækja á vefsíðum fagdeilda Fíh.
Frekari umræðum frestað til næsta fundar.
Svar Magnúsar Skúlasonar, framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, dags. 3. mars 2005, við bréfi stjórnar Fíh dags. 27. janúar 2005, er varðandi sambærileika starfa hjúkrunarforstjóra og hjúkrunarstjóra.
Bréfið kynnt stjórn. Heilbrigðisstofnunar Suðurlands lítur svo á að ekki hafi verið fallið frá tilteknum skilningi á ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Félagið mun ekki aðhafast frekar í málinu nema félagsmaður/menn leiti sérstaklega eftir stuðning félagsins.
Önnur mál.
Rætt um sameiningu heilsugæslunnar á Reykjavíkursvæðinu. Elsa mun heimsækja heilsugæsluna í Hafnarfirði.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.
Aðalbjörg J. Finnbogadóttir
Samþykkt.