Nefndasvið Alþingis
Austurstræti 8 - 10
150 Reykjavík
Reykjavík, 28. apríl 2005
Efni: Umsögn um tillögu til þingsályktunar um rétt til að flýta starfslokum og töku lífeyris, 247. mál.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga þakkar beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um rétt til að flýta starfslokum og töku lífeyris.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga telur það samræmast stefnu sinni varðandi jafnræði þegnanna að skoða möguleika á því að launþegar geti flýtt starfslokum við sérstakar og vel skilgreindar aðstæður.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga leggur ríka áherslu á að áður en slíkar breytingar verði ákveðnar verði hugsanlegar afleiðingar þeirra fyrir hinn almenna sjóðsfélaga í lífeyrissjóðum skoðaðar sérstaklega. Einnig áhrifin á vinnumarkaðinn og að reynt verði að leggja mat á hvort breytingarnar geti haft letjandi áhrif á sjálfsbjargarviðleytni fólks og hvort möguleiki sé til að misnota ákvæðið á einhvern hátt. Einnig þarf að huga að því hvort slíkar breytingar geti hugsanlega haft áhrif á heilsufar fólks til góðs eða ills.
Virðingarfyllst,
F.h. stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga,
________________________________________
Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður