10.
maí 2005
Jón Kristjánsson, heilbrigðismálaráðherra
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
Vegmúla 3
150 Reykjavík
Reykjavík 12. maí 2005
Efni: Ályktun frá Fulltrúaþingi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Fulltrúaþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga haldið 9.og 10. maí 2005 fagnar þeirri uppbyggingu í heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu sem nú er unnið að. Sérstaklega fagnar þingið nýrri upplýsingamiðstöð við Heilsugæsluna í Reykjavík, sem hjúkrunarfræðingar veita forstöðu. Þingið hvetur til þess að sjálfstæð hjúkrunarþjónusta á heilsugæslustöðvum um allt land verði enn aukin. Einnig hvetur þingið stjórnvöld til þess að verja heilsugæsluna sem nærþjónustu.
Rökstuðningur:
Undanfarin misseri hefur markvisst verið unnið að eflingu heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu samfara mikilli fjölgun íbúa þar. Þjónusta heilsugæslustöðvanna hefur verið til skoðunar með það að markmiði að auka gæði þjónustunnar. Eitt þeirra tækifæra sem til staðar eru í heilsugæslunni til að efla þjónustu og auka gæði er að auka verulega sjálfstæð störf hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingar hafa beitt sér fyrir nýjungum á borg við unglingamóttökur, heilsueflandi heimsóknir til aldraðra, sértækum aganámskeiðum fyrir foreldra ungra barna, svo nokkur dæmi séu nefnd. Aukið vægi hjúkrunarfræðinga í fyrstu móttöku og ráðgjöf á heilsugæslustöðvum myndi auka afkastagetu stöðvanna, stytta biðtíma eftir þjónustu og auka gæði þjónustunnar. Hjúkrunarfræðingar sem starfa á heilsugæslustöðvum búa yfir mikilli þekkingu og færni sem er þjóðhagslega hagkvæmt að nýta.
Hugmyndafræði heilsugæslunnar er að veita sem almennasta og yfirgripsmesta þjónustu fyrir íbúa nærsvæðis hverrar heilsugæslustöðvar. Það byggir m.a. á mikilvægi góðs meðferðarsambands milli skjólstæðinga og fagfólks, meðferðarsambands sem skapast með nánd og góðu aðgengi. Til að viðhalda slíkri nánd er nauðsynlegt að stjórnun hverrar heilsugæslustöðvar sé sem næst notandanum og að heilsugæslan verði hér eftir sem hingað til skilgreind sem nærþjónusta.
F.h. stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
____________________________
Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Afrit sent:
Þórunn Ólafsdóttir hjúkrunarforstjóri Heilsugæslunnar í Reykjavík
Guðmundur Einarsson, forstjóri Heilsugæslunnar í Reykjavík
Ályktunin birtist á heimasíðu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
Vegmúla 3
150 Reykjavík
Reykjavík 12. maí 2005
Efni: Ályktun frá Fulltrúaþingi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Fulltrúaþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga haldið 9.og 10. maí 2005 fagnar þeirri uppbyggingu í heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu sem nú er unnið að. Sérstaklega fagnar þingið nýrri upplýsingamiðstöð við Heilsugæsluna í Reykjavík, sem hjúkrunarfræðingar veita forstöðu. Þingið hvetur til þess að sjálfstæð hjúkrunarþjónusta á heilsugæslustöðvum um allt land verði enn aukin. Einnig hvetur þingið stjórnvöld til þess að verja heilsugæsluna sem nærþjónustu.
Rökstuðningur:
Undanfarin misseri hefur markvisst verið unnið að eflingu heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu samfara mikilli fjölgun íbúa þar. Þjónusta heilsugæslustöðvanna hefur verið til skoðunar með það að markmiði að auka gæði þjónustunnar. Eitt þeirra tækifæra sem til staðar eru í heilsugæslunni til að efla þjónustu og auka gæði er að auka verulega sjálfstæð störf hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingar hafa beitt sér fyrir nýjungum á borg við unglingamóttökur, heilsueflandi heimsóknir til aldraðra, sértækum aganámskeiðum fyrir foreldra ungra barna, svo nokkur dæmi séu nefnd. Aukið vægi hjúkrunarfræðinga í fyrstu móttöku og ráðgjöf á heilsugæslustöðvum myndi auka afkastagetu stöðvanna, stytta biðtíma eftir þjónustu og auka gæði þjónustunnar. Hjúkrunarfræðingar sem starfa á heilsugæslustöðvum búa yfir mikilli þekkingu og færni sem er þjóðhagslega hagkvæmt að nýta.
Hugmyndafræði heilsugæslunnar er að veita sem almennasta og yfirgripsmesta þjónustu fyrir íbúa nærsvæðis hverrar heilsugæslustöðvar. Það byggir m.a. á mikilvægi góðs meðferðarsambands milli skjólstæðinga og fagfólks, meðferðarsambands sem skapast með nánd og góðu aðgengi. Til að viðhalda slíkri nánd er nauðsynlegt að stjórnun hverrar heilsugæslustöðvar sé sem næst notandanum og að heilsugæslan verði hér eftir sem hingað til skilgreind sem nærþjónusta.
F.h. stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
____________________________
Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Afrit sent:
Þórunn Ólafsdóttir hjúkrunarforstjóri Heilsugæslunnar í Reykjavík
Guðmundur Einarsson, forstjóri Heilsugæslunnar í Reykjavík
Ályktunin birtist á heimasíðu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga