10.
maí 2005
Ályktun frá Fulltrúaþingi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Fulltrúaþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga haldið 9. og 10. maí 2005 hvetur heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra til að standa fyrir gerð úttektar á mönnun hjúkrunarfræðinga á heilbrigðisstofnunum landsins. Þingið hvetur til þess að niðurstöður þeirrar úttektar verði nýttar til að fjölga hjúkrunarfræðingum þar sem þess gerist þörf, með sérstöku átaki og fjárveitingum.
Rökstuðningur:
Miklar breytingar hafa orðið í heilbrigðisþjónustu hér á landi á undanförnum árum. Þekkingu og tækni hefur fleygt fram þannig að meðferðir sem áður voru óhugsandi eru nú taldar sjálfsagðar. Bráðleiki (veikindastuðull) þeirra sjúklinga sem nú fá meðferð á sjúkrahúsum hefur aukist samfara styttri legutíma, meðalaldur þjóðarinnar hækkar og íbúar á öldrunarstofnunum þurfa sérhæfðari hjúkrunarþjónustu en áður. Verkefni og umfang heimahjúkrunar hefur aukist samfara styttri legutíma á sjúkrahúsum og fjölgun aldraðra, svo eitthvað sé nefnt.
Erlendar rannsóknir sýna að fjöldi hjúkrunarfræðinga á vakt hefur mikil áhrif á afdrif sjúklinga, á dánartíðni, legutíma og óhappaatvik, en nú er talið að um 195.000 sjúklingar í Bandaríkjunum látist ár hvert vegna mistaka í meðferð. Yfirfærsla þessara rannsóknaniðurstaðna á íslenskt samfélag væru að hér létust nærri 200 manns árlega vegna mistaka í heilbrigðisþjónustunni. Þá eru ótalin öll þau atvik sem ekki leiða til dauða en hafa áhrif á heilbrigði og bata einstaklinganna og áhrif á legutíma þeirra. Danskar rannsóknir sýna að um 10% sjúklinga á sjúkrahúsum þar í landi verða fyrir óhöppum í meðferðinni. Rannsókn Lindu Aiken og félaga (2002) leiddi m.a. í ljós að dánarlíkur sjúklings aukast um 7% fyrir hvern sjúkling sem bætist við hjá hjúkrunarfræðingi sem hefur fjóra sjúklinga á sinni ábyrgð Samkvæmt fjölþjóðlegri rannsókn Lindu Aiken og fl (2000) um þessa þætti kemur í ljós að vandamálin eru sláandi lík milli landa þrátt fyrir ólíka fjármögnun og stjórnskipulag, því er engin ástæða til að ætla annað en að ástandið sé svipað hér á landi. Þá má benda á að Landlæknisembættið (2003) hefur upplýst að 1-2 dauðsföll á ári megi rekja til lyfjamistaka hér á landi.
Í svari heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra á yfirstandandi vorþingi, við fyrirspurn Ástu Möller m.a. um þróun mönnunar í hjúkrun á Landspítala háskólasjúkrahúsi, kom fram að skortur á hjúkrunarfræðingum átti í 24% tilvika hlut að máli þegar um óhappaatvik var að ræða á Bandarískum sjúkrahúsum. Þreytu og misskilningi í samskiptum var helst kennt um.
Í könnun Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga frá 1999 um vinnuálag og starfsánægju hjúkrunarfræðinga sem vinna á sjúkrahúsum kom fram að hjúkrunarfræðingar upplifðu þá þegar mikið álag í starfi. Ef tekið er mið af óformlegum upplýsingum og kvörtunum hjúkrunarfræðinga til Fíh undanfarin misseri er ljóst að álag á hjúkrunarfræðinga hefur aukist verulega frá því árið 1999, þegar könnun Fíh var gerð. Í samtölum hjúkrunarfræðinga við starfsmenn félagsins kemur fram að álag er mikið og stöðugt, stoðkerfisvandamál hafa aukist, fjarvistir vegna veikinda hafa aukist (upplýsingar frá LSH) og andlegt álag er viðvarandi. Hjúkrunarfræðingar lýsa áhyggjum sínum yfir öryggi sjúklinga og eigin öryggi í starfi.
Í ljósi rannsóknaniðurstaðna er óyggjandi að miklir mannlegir og fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi þegar mönnun hjúkrunarfræðinga á heilbrigðisstofnunum er annars vegar. Því er það augljós hagur sjúklinga og yfirvalda að fyrir liggi upplýsingar um mönnun hjúkrunarfræðinga á heilbrigðisstofnunum og að brugðist verði við skorti á hjúkrunarfræðingum þar sem við á.
Fulltrúaþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga haldið 9. og 10. maí 2005 hvetur heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra til að standa fyrir gerð úttektar á mönnun hjúkrunarfræðinga á heilbrigðisstofnunum landsins. Þingið hvetur til þess að niðurstöður þeirrar úttektar verði nýttar til að fjölga hjúkrunarfræðingum þar sem þess gerist þörf, með sérstöku átaki og fjárveitingum.
Rökstuðningur:
Miklar breytingar hafa orðið í heilbrigðisþjónustu hér á landi á undanförnum árum. Þekkingu og tækni hefur fleygt fram þannig að meðferðir sem áður voru óhugsandi eru nú taldar sjálfsagðar. Bráðleiki (veikindastuðull) þeirra sjúklinga sem nú fá meðferð á sjúkrahúsum hefur aukist samfara styttri legutíma, meðalaldur þjóðarinnar hækkar og íbúar á öldrunarstofnunum þurfa sérhæfðari hjúkrunarþjónustu en áður. Verkefni og umfang heimahjúkrunar hefur aukist samfara styttri legutíma á sjúkrahúsum og fjölgun aldraðra, svo eitthvað sé nefnt.
Erlendar rannsóknir sýna að fjöldi hjúkrunarfræðinga á vakt hefur mikil áhrif á afdrif sjúklinga, á dánartíðni, legutíma og óhappaatvik, en nú er talið að um 195.000 sjúklingar í Bandaríkjunum látist ár hvert vegna mistaka í meðferð. Yfirfærsla þessara rannsóknaniðurstaðna á íslenskt samfélag væru að hér létust nærri 200 manns árlega vegna mistaka í heilbrigðisþjónustunni. Þá eru ótalin öll þau atvik sem ekki leiða til dauða en hafa áhrif á heilbrigði og bata einstaklinganna og áhrif á legutíma þeirra. Danskar rannsóknir sýna að um 10% sjúklinga á sjúkrahúsum þar í landi verða fyrir óhöppum í meðferðinni. Rannsókn Lindu Aiken og félaga (2002) leiddi m.a. í ljós að dánarlíkur sjúklings aukast um 7% fyrir hvern sjúkling sem bætist við hjá hjúkrunarfræðingi sem hefur fjóra sjúklinga á sinni ábyrgð Samkvæmt fjölþjóðlegri rannsókn Lindu Aiken og fl (2000) um þessa þætti kemur í ljós að vandamálin eru sláandi lík milli landa þrátt fyrir ólíka fjármögnun og stjórnskipulag, því er engin ástæða til að ætla annað en að ástandið sé svipað hér á landi. Þá má benda á að Landlæknisembættið (2003) hefur upplýst að 1-2 dauðsföll á ári megi rekja til lyfjamistaka hér á landi.
Í svari heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra á yfirstandandi vorþingi, við fyrirspurn Ástu Möller m.a. um þróun mönnunar í hjúkrun á Landspítala háskólasjúkrahúsi, kom fram að skortur á hjúkrunarfræðingum átti í 24% tilvika hlut að máli þegar um óhappaatvik var að ræða á Bandarískum sjúkrahúsum. Þreytu og misskilningi í samskiptum var helst kennt um.
Í könnun Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga frá 1999 um vinnuálag og starfsánægju hjúkrunarfræðinga sem vinna á sjúkrahúsum kom fram að hjúkrunarfræðingar upplifðu þá þegar mikið álag í starfi. Ef tekið er mið af óformlegum upplýsingum og kvörtunum hjúkrunarfræðinga til Fíh undanfarin misseri er ljóst að álag á hjúkrunarfræðinga hefur aukist verulega frá því árið 1999, þegar könnun Fíh var gerð. Í samtölum hjúkrunarfræðinga við starfsmenn félagsins kemur fram að álag er mikið og stöðugt, stoðkerfisvandamál hafa aukist, fjarvistir vegna veikinda hafa aukist (upplýsingar frá LSH) og andlegt álag er viðvarandi. Hjúkrunarfræðingar lýsa áhyggjum sínum yfir öryggi sjúklinga og eigin öryggi í starfi.
Í ljósi rannsóknaniðurstaðna er óyggjandi að miklir mannlegir og fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi þegar mönnun hjúkrunarfræðinga á heilbrigðisstofnunum er annars vegar. Því er það augljós hagur sjúklinga og yfirvalda að fyrir liggi upplýsingar um mönnun hjúkrunarfræðinga á heilbrigðisstofnunum og að brugðist verði við skorti á hjúkrunarfræðingum þar sem við á.