haldinn 13. júní 2005 kl. 13:00
Mættir:
Dagskrá:
Fundargerð stjórnarfundar 31. maí 2005 samþykkt.
Sala á bústað í Húsafelli.
Kauptilboð fyrir minni sumarbústaðinn í Húsafelli lagt fram. Stjórn samþykkti að taka tilboðinu.
Styrkir til fagdeilda 2005.
Samþykkt að veita styrki til allra þeirra fagdeilda, sem sóttu um og eru styrkupphæðir .þær sömu og í fyrra, þ.e. kr. 60.000.- fyrir verkefni innanlands og kr. 80.000.- í erlenda samvinnu. Þar sem fjárhagsáætlun áranna 2005 og 2006 er undir þessari upphæð var ákveðið að nota fjármagn í þessa styrki sem úthlutað hefur verið undanfarin ár og ekki verið sótt. Helmingur þess fjármagns sem ekki hefur verið sótt fari til fagdeilda í ár hinn helmingurinn árið 2006.
Ákvörðun um framhald máls er varðar starfskjör félagsmanns.
Samþykkt að fara áfram með málið skv. tillögum hagfræðings.
Erindi fjármálastjóra um námsleyfi.
Stjórn samþykkti að veita fjármálastjóra 40% námsleyfi í september til desember 2005. Umsóknin verði endurmetin í október 2005. Stjórn hafnaði beiðni um að taka þátt í greiðslu skólagjalda.
Skýrsla PwC.
Stjórn samþykkti að taka starfsreglur stjórnar upp á vinnufundi sínum þann 12. september. Drög að starfsmannastefnu félagsins verður kynnt starfsfólki skrifstofu í ágúst, þannig að athugasemdir þeirra liggi fyrir, fyrir áðurnefndan vinnufund.
SSN fundir og ráðstefnur 2005 og 2006.
SSN 2005: Elín Ýrr, Halla, Aðalbjörg, Jón Aðalbjörn og Fríða Björg munu sitja ráðstefnuna. Halla og Aðalbjörg sitja stjórnarfundinn.
Erindi formanns um endurskoðun ráðningarsamnings.
Stjórn samþykkti erindi formanns um endurskoðun ráðningarsamnings. Stjórn fól Höllu, Eygló og Jóni að ganga til samninga við formann. Fomaður vék af fundi undir þessum lið.
Önnur mál.
Erindi frá Vestmannaeyjardeild um styrk til verðandi sagnfræðings vegna ritunar sögu hjúkrunar í Vestmannaeyjum hafnað skv. reglum félagsins og einnig er félagið að láta rita sögu hjúkrunar á Íslandi.
Umsókn um viðbótarstyrk frá fagdeild hjúkrunarstjórnenda. Samþykkt að styrkja deildina um kr. 210.000.-
Reglur um greiðslur til fræðiritnefndar. Ákveðið að hver nefndarmaður í fræðiritnefnd fái tvær þóknunareiningar fyrir grein sem fer í ritrýni og eina fyrir grein sem ekki fer áfram í ritrýni. Samþykkt að ritstjóri haldi utan um þessar greiðslur og sendi til fjármálastjóra samantekt tvisvar á ári.
Umbun til starfsmanna vegna starfa í flóðinu. Stjórn samþykkti greiðslur til starfsmanna vegna álags í kjölfar flóðsins, á meðan endurbótum á húsnæði stóð. Greiddar verða 30 þúsund krónur til allra starfsmanna en starfsfólk afgreiðslu fær tvöfalda þá upphæð.
Sala á Kvennabrekku. Formaður hefur haft samband við fasteignasöluna Eignamiðlun til að láta leggja mat á eignina.
Lögð var fram auglýsing frá Heilbrigðisstofnun Austurlands um starf hjúkrunarfræðings eða bráðaliða (paramedic). Formaður hafði gert athugasemdir og leitað skýringa hjá hjúkrunarforstjóra HSA.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.
Aðalbjörg J. Finnbogadóttir
Samþykkt.