haldinn 4. júlí 2005 kl. 13:00
Mættir:
Dagskrá:
Fundargerð stjórnarfundar 13. júní 2005 samþykkt.
Tillaga orlofsnefndar um kaup á lóð og húsi í Húsafelli.
Stjórn leist vel á tillögu orlofsnefndar. Ákveðið að kalla eftir nánari upplýsingum um hvað annað var til skoðunar og hvers vegna þessi kostur var valinn og fresta ákvörðun um kaupin þar til þessar upplýsingar liggja fyrir.
Endurskipulagning starfa á skrifstofu.
Ákveðið hefur verið að fara að tillögum PriceWaterHouseCoopers og skipta upp starfi núverandi fjármálastjóra í fjármálastjórn annars vegar og bókarastarf hins vegar. Farið var yfir drög að starfslýsingu bókara. Ferlislýsingu vantar til að geta ákvarðað nánari verkaskiptingu milli bókara og annarra starfsmanna félagsins sem koma að fjármálum. Ákveðið að skilgreina nánar ákveðna þætti í starfslýsingunni. Ákveðið að byrja á að gera samning við bókhaldsstofu.
Tímarit hjúkrunarfræðinga.
Umræða um innihald, framsetningu og útgáfuhraða Tímarits hjúkrunarfræðinga. Rætt um að hefja vinnu við endurformun blaðsins og fá félagsmenn með í þá vinnu með því m.a. að gera könnun meðal félagsmanna um það hvernig tímarit þeir vilja sjá. Í Tímaritið vantar umræðu um heilbrigðispólitísk mál og fréttir um hvað hjúkrunarfræðingar eru að gera fyrir utan að skrifa fræðigreinar.
Ákveðið að boða ritnefnd, ritnefnd ritrýndra greina og ritstjóra á fund stjórnar þann 22. ágúst. Elsa mun setja niður nokkra umræðupunkta og senda þá til viðkomandi aðila þannig að allir séu undirbúnir undir umræðuna.
Tillögur 1. varaformanns um kannanir og skýrslur um félagsmenn og félagsstörf.
Rætt um að fá Félagsvísindadeild til að gera könnun fyrir félagið um viðhorf félagsmanna til Tímarits hjúkrunarfræðinga, þjónustukönnun og óskir félagsmanna varðandi þjónustu og áherslur í orlofsmálum. Ákveðið að ganga frá þessu á vinnufundi stjórnar í haust.
Jón Aðalbjörn sagði frá könnun sem gerð var í Finnlandi um áhrif vaktavinnu á heilsu og lífslíkur hjúkrunarfræðinga.
Dagskrár funda EFN og ICN workforce forum í september.
Elsa mun gera tillögur um hverjir fara á hvorn fundinn og sendir á stjórnarmenn.
Önnur mál
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30.
Aðalbjörg J. Finnbogadóttir
Samþykkt.