Hjukrun.is-print-version

5. Stjórnarfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2005- 2007

RSSfréttir
22. ágúst 2005

haldinn 22. ágúst 2005 kl. 13:00

Mættir: Elsa B. Friðfinnsdóttir formaður, Halla Grétarsdóttir 1.varaformaður og Eygló Ingadóttir gjaldkeri

Gestir fundarins: Sigþrúður Ingimundardóttir, Sigrún Gunnarsdóttir, Helga Bragadóttir, Valgerður Katrín Jónsdóttir, Þóra Jenný Gunnarsdóttir, Katrín Blöndal og Oddný Gunnarsdóttir.

Dagskrá:

Fundargerð síðasta fundar

Frestað til næsta fundar.

Samningur um fjármálaumsýslur félagsins

Fundarmönnun leist best á þjónustutilboð Pricewaterhousecoopers. Ákveðið að leita samþykkis annarra stjórnarmanna í tölvupósti og ganga frá málinu á næsta fundi.

Beiðni um styrk vegna útgáfu bókar

Frestað til næsta fundar.

Rætt um að setja reglur varðandi það hvernig skal geta styrkja frá félaginu.

Endurskoðun ráðningarkjara formanns félagsins

Frestað til næsta fundar.

Erindi frá stjórn BHM um styrk til Manréttindaskrifstofu Íslands

Frestað til næsta fundar.

Vinnufundur stjórnar 12. september 2005

Ákveðið að halda vinnufundinn á Kríunesi. Á dagskrá vinnufundar verður  starfsáætlun stjórnar, starfsmannastefna og starfsreglur stjórnar.

Tímarit hjúkrunarfræðinga. Ritnefnd, fræðiritnefnd og ritstjóri tímaritsins koma á fund stjórnar kl. 14:00

Umræður urðu um Tímarit hjúkrunarfræðinga þar á meðal um fræðigreinar (ritrýndar greinar) annars vegar og fræðslugreinar hins vegar. Ritnefnd vill gera kröfur til fræðigreina og mun setja inn á heimasíðu félagsins ítarlegar leiðbeiningar um ritun þeirra. Einnig var rætt um leiðbeiningar og námskeið fyrir hjúkrunarfræðinga um ritun fræðslugreina.

Erfitt er að fá klínískt efni, umræður um heilbrigðispólitísk málefni og þess háttar í blaðið þó allir kalli eftir slíku.

Tillaga kom fram frá Sigrúnu Gunnarsdóttur þess efnis að félagið ráði hjúkrunarfræðing sem ritstjóra faglegs efnis og myndi hann vinna við hlið núverandi ritstjóra. Hlutverk hans væri einnig að vera vakandi yfir efni sem tengdist hjúkrun bæði hér á landi og erlendis.

Sigþrúður taldi að blaðið þyrfti að vera bæði faglegt og félagslegt og umfram allt skemmtilegt þar sem lesendahópurinn væri breiður. Benti hún á að ritstjórar tímaritsins hefðu verið hjúkrunarfræðingar allt til þess að núverandi ritstjóri var ráðinn, en  þá hefði verið ákveðið að ráða ritstjóra með blaðamannareynslu, í stað hjúkrunarfræðings, til að breyta efnistökum og uppsetningu blaðsins.

Rætt var um sérútgáfu á fræðigreinum og upplýsti Helga Bragadóttir að mikil aukning hefði orðið á innsendum fræðigreinum í ritrýni á þessu ári.

Rætt um mikilvægi þess að hafa tímaritið á netinu. Þóra Jenný lagði fram þá tillögu að setja ritrýndar greinar jafnóðum og þær eru tilbúnar til birtingar á netið og gefa þær svo út einu sinni á ári í sérstöku hefti. Leist fundarmönnum vel á þá tillögu.

Lesendakönnun verður gerð nú á haustdögum. Því fögnuðu allir aðilar og töldu mikilvægt að fá fram viðhorf félagsmanna til tímaritsins.

Fleira ekki gert. Fundi slitið 15:15

Aðalbjörg J. Finnbogadóttir

Samþykkt.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála