haldinn 12. september 2005 kl. 13:00-17:00
Mættir: Halla Grétarsdóttir 1.varaformaður, Elín Ýrr Halldórsdóttir 2.varaformaður,
Dagskrá:
Stjórnarfundur – 6. fundur (sjá fundargerð 6. fundar)
Starfsáætlun Fíh 2005-2007
Farið var yfir starfsáætlun stjórnar 2005-2007.
12. maí þema ICN 2006 verður „Mannauður“ (Human resources) og var ákveðið að láta þetta þema vera þema félagsins á næsta ári, þannig að um þetta efni verði fjallað á hjúkrunarþingi félagsins, málþingi og ráðstefnu félagsins. Rætt um að endurskoða ráðstefnuformið og jafnvel slá henni saman við hjúkrunarþingið á næsta ári. Hrund Helgadóttir skipuð formaður undirbúningsnefndar hjúkrunarþings.
Koma þarf á fót sem fyrst menntnefnd félagsins.
Vinna þarf að stefnumótun símenntunar á vegum félagsins.
Ráðningu hjúkrunarfræðings í starf alþjóðafulltrúa þarf að setja í ferli sem fyrst og
Ákveðið að kynna nefndarvinnu á vegum félagsins á heimasíðunni og auglýsa þar eftir fólki í nefndir sem settar verða á laggirnar á starftímabilinu.
Útfæra þarf sem fyrst aukaaðild hjúkrunarfræðinema. Umsóknir eru farnar að berast frá þeim.
Rætt um að stjórn álykti um málefni tengd heilbrigðisþjónustunni þegar þau koma upp og að stjórnarmenn verði duglegir að tjá skoðanir sínar á opinberum vettvangi.
Könnun á þjónustu, orlofsmálum og tímariti hjúkrunarfræðinga
Farið yfir drög að spurningum í væntanlegri könnun. Vinna þarf spurningarnar miklu betur og ákveðið að stjórnarmenn sendi tillögur sínar að spurningum á stjórnina. Athuga á hvort fræðslukönnunin, sem búið var að ákveða að
Ingibjörg Sigmundsdóttir vék af fundi kl. 15:30.
Starfsreglur stjórnar Fíh
Farið yfir drög að starfsreglum stjórnar Fíh. Jón Aðalbjörn tók niður athugasemdir frá fundarmönnum og mun senda til stjórnarmanna.
Starfsmannastefna Fíh
Afgreiðslu frestað þar sem eftir er að kynna starfsmannastefnuna fyrir starfsmönnun Fíh.
Önnur mál
Umræður um Tímarit hjúkrunarfræðinga. Stjórnarmenn lýstu áhyggjum sínum af málefnum tímaritsins en vegna tímaskorts var frekari umræðum frestað.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00.
Aðalbjörg J. Finnbogadóttir
Samþykkt.