Hjukrun.is-print-version

6. Stjórnarfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2005- 2007

RSSfréttir
12. september 2005

haldinn 12. september 2005 kl. 9:00-12:00

Mættir: Halla Grétarsdóttir 1.varaformaður, Elín Ýrr Halldórsdóttir 2.varaformaður, Eygló Ingadóttir gjaldkeri, Jón Aðalbjörn Jónsson  ritari, Ingibjörg Sigmundsdóttir meðstjórnandi, Hrund Helgadóttir meðstjórnandi, Hólmfríður Kristjánsdóttir varamaður og Fríða Björg Leifsdóttir varamaður.

Stjórnarfundur:

Dagskrá:

  1. Fundargerðir stjórnarfunda 8. og 22. ágúst 2005 samþykktar
  1. Samningur um fjármálasýslu félagsins (frá síðasta fundi)

Samþykkt að taka tilboði PricewaterhouseCoopers í bókhaldsþjónustu, launabókhald og endurskoðun og ásuppgjör fyrir félagið.

  1. Beiðni um styrk vegna útgáfu bókar (frá síðasta fundi)

Samþykkt að styrkja útgáfu bókarinnar Líkami og sál: Hugmyndir, þekking og aðferðir í hjúkrun eftir Kristínu Björnsdóttur um kr. 250.000.-

  1. Endurskoðun ráðningarkjara formanns félagsins (frá síðasta fundi)

Stjórn kynnt endurskoðun á ráðningasamningi formanns, stjórn lýsir sig sátta við forsendur og röðun. Afgreiðslu frestað til næsta fundar vegna skorts á gögnum.

  1. Erindi frá stjórn BHM um styrk til Mannréttindaskrifstofu Íslands (frá síðasta fundi)

Stjórn Fíh lýsir yfir stuðningi við starfsemi mannréttindaskrifstofu á Íslandi en fjárhagslegum stuðningi er vísað til BHM.

  1. Afleysingar fulltrúa á skrifstofu Fíh.

Frestað til næsta fundar.

  1. Rekstrarstaða Fíh.

Farið yfir rekstrarstöðu félagsins janúar-júní 2005. Stjórn lýsir áhyggjum af minnkandi auglýsingatekjum í Tímarit hjúkrunarfræðinga. Formanni er falið að yfirfara ábyrgð og vinnuferli tímaritsins í samvinnu við ritstjóra og ritnefnd.

Ákveðið að fá fjármálastjóra á næsta stjórnarfund til að svara fyrirspurnum varðandi einstaka liði í rekstraráætlun.

  1. Önnur mál
    • Kynnt var tilboð frá SPRON um vörslu sjóða (vinnudeilusjóð). Móta þarf stefnu varðandi ávöxtun allra sjóða félagsins. Rætt um að leita tilboða frá fleiri fjármálastofnunum í ávöxtun sjóðanna. Ákveðið að halda áfram þessari umræðu á næsta stjórnarfundi.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:55.

Aðalbjörg J. Finnbogadóttir

Samþykkt:

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála