Hjukrun.is-print-version

7. Stjórnarfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2005- 2007

RSSfréttir
3. október 2005

haldinn 3. október 2005 kl. 13:00

Mættir: Elsa B. Friðfinnsdóttir formaður, Halla Grétarsdóttir 1.varaformaður, Eygló Ingadóttir gjaldkeri, Jón Aðalbjörn Jónsson  ritari, Hrund Helgadóttir meðstjórnandi, Hólmfríður Kristjánsdóttir varamaður og Fríða Björg Leifsdóttir varamaður.

Dagskrá:

  1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar og vinnufundar stjórnar

lögð fram til samþykktar á næsta fundi.

  1. Sala á Kvennabrekku.

Tvö tilboð hafa borist og var ákveðið að taka hærra kauptilboðinu.

  1. Beiðni um styrk til útgáfu doktorsritgerðar.

Beiðninni hafnað.

Ákveðið í framhaldi að skerpa á stefnu stjórnar varðandi styrkveitingar.

  1. Endurskoðun ráðningakjara formanns félagsins (frá síðustu fundum).

Stjórn staðfesti endurnýjuð ráðningakjör formanns félagsins.

  1. Atburðadagatal 2006.

Ákveðið að setja útgáfuviku Tímarits hjúkrunarfræðinga í dagbókina 2006.

Félagsráðsfundir verða 17. febrúar og 13. október 2006.

Hjúkrunarþingið verður haldið 3. nóvember.

Lokun skrifstofu 17. júlí – 8. ágúst.

Aðrar dagsetningar:

SSN: 28.-29. mars í Færeyjum og 27.-31. ágúst 2006 í Noregi.

EFN: 6.-7. apríl á Möltu.

ICN Workforce Forum: 25.-26. september á Írlandi.

  1. Erindi frá formanni BHM vegna stefnumótunar bandalagsins.

Umræður um veru félagsins í BHM sköpuðust í tengslum við erindi formanns BHM. Halda þarf áfram með umræðu um málið. Skoða á ávinning v.s. kostnað við breyttar aðstæður en eftir framkvæmdastjóraskipti í BHM þykir sýnt að félagið fær ekki þá lögmannsþjónustu sem verið hefur.

  1. Könnun Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Fræðslunefnd hefur samþykkt að könnun á fræðsluþörfum hjúkrunarfræðinga verði innlimuð í þjónustukönnun félagsins. Elsa mun vinna með Félagsvísindastofnun að áframhaldandi þróun á spurningalistanum.

Jón Aðalbjörn benti á að í vefumsjónarkerfi félagsins væri vefkönnunarforrit og mun hann prófa að setja fræðslukönnunina í vefkönnunarforritið til að stjórnarmenn geti skoðað það.

  1. Staða í viðræðum við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið um samning Fíh og TR vegna sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðinga.

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að Heimahlynning Krabbameinsfélags Íslands verði sett undir LSH. Er það í samræmi við vilja þeirra hjúkrunarfræðinga sem þar starfa. Aðrir hópar munu starfa á sama formi og verið hefur. Næsta skref er að uppfæra launataxta þeirra sem hafa verið óbreyttir síðan í ársbyrjun 2004.

Margréti Björnsdóttur í heilbrigðisráðuneytinu hefur verið falið að hafa umsjón með endurskoðun samninganna og mun endurskoðunarnefnd verða sett á laggirnar innan tíðar.

  1. Staðan í kjarasamningum.

Skrifað hefur verið undir samninga við Reykjavíkurborg og eru þeir nú í atkvæðagreiðslu. Öllum miðlægum kjarasamningum er nú lokið en eftir eru stofnanasamningar.

  1. Fjárhagsstaða starfsmenntunarsjóðs.

Fjárhagsstaða starfsmenntunarsjóðs er ekki góð um þessar mundir og mun stjórn sjóðsins vera að taka á málinu.

  1. Eyðublað vegna utanlandsferða.

Jón Aðalbjörn kynnti nýtt eyðublað fyrir stjórnarmenn til að halda utanum ferðir á vegum félagsins. Stjórnarmenn munu skoða málið.

  1. Önnur mál.
    • Ráðning alþjóðafulltrúa. Ákveðið að auglýsa eftir hjúkrunarfræðingi í 20-30% stöðu alþjóðafulltrúa frá og með 1. nóvember 2005. Viðkomandi þarf að hafa góða kunnáttu í ensku og einu norðurlandamáli. Formaður mun setja niður drög að starfslýsingu fyrir starfið.
    • Hjúkrunarfræðingur félagsins mun fara í fullt námsleyfi í janúar til mars 2006. Ákveðið að ráða afleysingu fyrir hann í 50% starf frá og með 1. nóvember 2005.
    • Fjárhagsstaða Tímarits hjúkrunarfræðinga. Elsa mun hafa samband við ritnefnd og kalla eftir viðbrögðum við fyrirsjáanlegu tapi á tímaritinu. Fjárhagsstaða þess hefur versnað mjög í kjölfar minnkaðra auglýsingatekna.
    • Endurvekja á menntnefnd félagsins. Ákveðið að óska eftir fulltrúum frá HA og HÍ, bæði aðal- og varamönnum. Þrír fulltrúar verða tilnefndir frá félaginu og var ákveðið að í nefndinni sitji Eygló Ingadóttir, Aðalbjörg J. Finnbogadóttir og einn fulltrúi frá fagdeildum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:45.

Aðalbjörg J. Finnbogadóttir

Samþykkt.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála