Hjukrun.is-print-version

9. Stjórnarfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2005- 2007

RSSfréttir
31. október 2005

haldinn 31. október 2005 kl. 08:30

Mættir: Elsa B. Friðfinnsdóttir formaður, Halla Grétarsdóttir 1.varaformaður, Eygló Ingadóttir gjaldkeri, Jón Aðalbjörn Jónsson ritari, Hrund Helgadóttir og Ingibjörg Sigmundsdóttir

Dagskrá:

1.                  Fundargerð síðasta fundar
Samþykkt.

2.                  Endurskoðun á tilleggi orlofssjóðs til skrifstofu félagsins. 
Samþykkt að framlag orlofssjóðs til skrifstofu Fíh verði 10% frá 1. janúar 2006.  Til að nálgast nákvæmari kostnaðarprósentu verður tekin upp tímamæling á vinnu skrifstofunnar vegna sjóðsins..

3.                  Fjárhagsstaða starfsmenntunarsjóðs.
Staða starfsmenntunarsjóðs og skuldarstöðu hans við Fíh kynnt.  Lögð fram beiðni um styrk frá Fíh vegna bágrar fjárhagsstöðu sjóðsins.  Samþykkt að staða sjóðsins verði 0-stillt um áramót með framlagi frá félagssjóði, sem nemur 3.500.000 kr auk kostnaðar við sjálfvirka vefafgreiðslu, sem er áætluð um 600.000 kr.

4.                  Starfsreglur stjórnar Fíh.
Drög að starfsreglum yfirfarin. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

5.                  Starfsmannastefna Fíh.
Formaður mun kynna starfsmönnum drög að starfsmannastefnu og leita umsagnar þeirra.

6.                  Könnun félagsvísindastofnunar.
Formaður og 1.varaformaður munu í samvinnu við Félagsvísindastofnun fara yfir innkomnar athugasemdir

7.                  Beiðni frá fagdeild lungnahjúkrunarfræðinga um að útbúa nælu með merki fagdeildarinnar.
Frestað

8.                  Stefna stjórnar Fíh varðandi beiðnir um fjöldapóst á netföng félagsmanna.
Samþykkt að fjöldapóstsendingar með netpósti verði ekki notaðar til kynningar á annarri starfsemi en félagsins.

9.                  Hjúkrunarþing 2006.
Formaður kynnir hugmyndir að sameiginlegu hjúkrunarþingi og ráðstefnu.  Hrund Helgadóttir mun stýra málþingi um sérfræðinga í hjúkrun.

10.              Hjúkrunarheimili
Eygló mun kynna með netpósti til stjórnarmanna

11.              Umsóknir um 50% stöðu hjúkrunarfræðings
Nokkrar umsóknir um stöðuna hafa borist. Formaður, 1.varaformaður og 2.varaformaður munu annast viðtöl við umsækjendur

Fundi slitið kl 10.55

Fundargerð ritaði Jón Aðalbjörn Jónsson, ritari stjórnar

Samþykkt

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála