haldinn 28. nóvember 2005 kl. 13:00
Mættir:
Dagskrá:
- Fundargerð stjórnarfundar 14.nóvember 2005 samþykkt.
- Verksamningur Fíh og PricewaterhouseCoopers hf.
Samþykktur.
- Starfsmannastefna Fíh.
Samþykkt með nokkrum athugasemdum og verður undirrituð á næsta fundi.
- Samningar um lögfræðiþjónustu.
Elsa kynnti drög að samningi um lögfræðiþjónustu þar sem Bhm hefur ekki lögfræðing í starfi sem félagið getur leitað til. Í staðinn verður farið fram á að tillegg til Bhm verði lækkað. Samþykkt með endurskoðunarákvæðum.
- Einstaklingsmál.
Ingibjörg Sigmundsdóttir vék af fundi.
- Fundartími stjórnar.
Samþykkt að frá og með fyrsta fundi í janúar 2006 verði fundartími frá kl. 14:00 til 16:00.
- Undirbúningsnefnd fyrir málþing vorið 2006.
Rætt um að í nefndina verði fengnir fulltrúar frá Hjúkrunarfræðideild HÍ, fræðslunefnd, fagdeild skurðhjúkrunarfræðinga, fulltrúa klíniskra hjúkrunarfræðinga og fulltrúa frá Landlæknisembættinu. Elsa mun taka að sér að leita eftir fulltrúum og tilnefningum.
- Könnun félagsvísindastofnunar.
Elsa sagði frá könnunni sem gengur ágætlega en ítrekunarbréf verður sent út í dag.
- Jólaboð félagsins.
Jólaboð félagsins verður næsta föstudag 2.desember.
- Umsögn um þingsályktunartillögu um skipulagða leit að krabbameini í ristli.
Nokkrar umræður urðu um málið. Elsa mun ítreka beiðni til Fagdeildar krabbameinshjúkrunarfræðinga um drög að umsögn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið 15:06
Ingibjörg Sigmundsdóttir