Haldinn að Suðurlandsbraut 22, þann 6. febrúar 2006 kl. 09.00-16.00
Mættir:
Ingibjörg Sigmundsdóttir meðstjórnandi vék af fundi kl. 12.30
Dagskrá:
- Þjónustukönnun Fíh – niðurstöður og hagnýting þeirra.
- Ungliðastarf, efling ungra hjúkrunarfræðinga innan Fíh. Hugmyndin að kalla fulltrúa fimm yngstu árganga hjúkrunarfræðinga til fundar um hvað þurfi til að virkja yngsta hóp hjúkrunarfræðinga í starfi Fíh. Einnig hugsanlegt að halda málþing með ungum hjúkrunarfræðingum og hugsanlega hjúkrunarfræðinemum, þar sem leitað er svara við spurningum um hvað þessi hópur vill fá út úr aðild að Fíh.
- Fræðslustarf – símenntunarmálið er komið vel á veg og vinna að því heldur áfram í Vigdísarhópi undir stjórn Vigdísar Hallgrímsdóttur hjúkrunarfræðings hjá Fíh.
- Orlofsnefnd mun fá kaflann um orlofssjóðinn til skoðunar og gera áætlun í ljósi hans.
- Tímarit/ritnefnd – Stjórnarmenn munu funda með ritstjórn um starfsreglur og viðrun á skoðunum stjórnar um framtíð tímaritsins.
- Framtíðarsýn – BHM aðild o.fl.
Erindi prófessora við Háskóla Íslands kynnt. Aðildarnefnd BHM (ad hoc nefnd) er með málið í vinnslu. Þetta kann að breyta möguleikum á aðild að BHM og hugsanlega bjóða upp á fleiri tegundir aðildar.
Umræða um hvað við eigum að vinna að í BHM. Hverskonar aðild á Fíh að vera með, ef Fíh er í BHM? Margskonar aðild gæti hugsanlega komið til greina. Umræða um framtíðarsýn, Framtíðarnefnd, verkáætlun. Á stjórnarfundi þann 20. mars mun undirbúningur fyrir aðalfund BHM fara fram. BHM hefur fengið eintak af úttekt PwC merkt trúnaðarskjal.
- Fjárhagsáætlun 2006 og drög fyrir árið 2007
Umræða um fjárhag Tímarits hjúkrunarfræðinga. Efnið fer inn á fund stjórnar ( liður 1) með ritstjórn. Farið lið fyrir lið yfir fjárhagsáætlun. Formaður mun leita frekari skýringa frá fjármálastjóra um þær athugasemdir sem komu fram á fundinum.
- Kannanir framundan.
Farið yfir tillögur 1. varaformanns um kannanir sem Fíh ætti að beita sér fyrir. Samþykkt að leggja aðaláherslu á að vinna uppfærslu á Mannekluskýrslu Fíh frá 1999.
- Kjaramál - stofnanasamningar.
Óskalisti frá LSH kynntur
- Önnur mál.
a) Samningur um lögfræðiþjónustu.
Formaður kynnti tilboð frá Lögmönnum Skólavörðustíg. Henni falið að ganga til samninga við Lögmenn Mörkinni.
b) Erindi frá söguritunarnefnd.
Formaður kynnti erindið.
c) Félagsráðsfundur 17. febrúar 2006.
Kynnt dagskrá.
d) Erindi frá félagsmanni
Kynning á erindinu, verður tekið fyrir til ákvörðunar á stjórnarfundi þann 20. febrúar 2006.
e) Málþing
Hrund Helgadóttir kynnti forvinnu að Málþingi. Umræða um hvað viljum við fá út úr málþinginu þann 26. apríl.
f) Vísindasjóður
Farið yfir stjórn vísindasjóðs og skipan stjórnar.
Fundi slitið kl. 16.00
Fundargerð ritaði Jón Aðalbjörn Jónsson, ritari í stjórn Fíh.