Hjukrun.is-print-version

Félagsráðsfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

RSSfréttir
17. febrúar 2006

 

Fundargerð

1. Formaður bauð fundargesti velkomna og setti fundinn.

2. Elsa gerði grein fyrir af hverju ekki hefðu verið haldnir sérstakir fundir með svæðisdeildum. Hún og Helga Birna ætla að fara í ferð um landið og þá ætla þær að eiga fund með hverri svæðisdeild fyrir sig. Fulltrúar svæðisdeilda beðnir um að senda ársskýrslu sína og fjárhagsáætlun til Fíh til þess að hægt verði að greiða styrki.

3. Farið yfir dagskrá fundarins. Vinnuverndarnefnd Fíh mun fjalla um þema ICN í ár sem er: Örugg mönnun tryggir öryggi sjúklinga (Save Staffing Saves Lives). Ætlunin er að nota þessa yfirskrift við vinnu Fíh á þessu ári.

4. Fundargestir kynntu sig.

5. Sagt frá gömlum bolum og peysum, fólki boðið að taka með sér heim.

6. Kynning á niðurstöðum viðhorfskönnunar. Formaður félagsins gerði grein fyrir viðhorfskönnuninni.  Ákveðið var að fara út í þessa könnun til að gefa Fíh mynd af stöðu sinni gagnvart félagsmönnum. Í heildina gefur könnunin góða mynd. Svör 1400 hjúkrunarfræðinga bárust sem er tæplega 40% svörun. Formaður fór yfir helstu niðurstöður könnunarinnar en nánar verður fjallað um niðurstöðurnar í maí tölublaði Tímarits hjúkrunarfræðinga.

7. Rekstrarreikningur 2005 og fjárhagsáætlun 2006 og 2007.  Eygló Ingadóttir, gjaldkeri stjórnar gerði grein fyrir reikningum og áætlun.

Gert er ráð fyrir að iðgjöld hækki um 10% á milli áranna 2005 og 2006.

Á árinu 2005 voru aðrar tekjur 15 miljónir en áætlunin gerði ráð fyrir 18 miljónum. Skýrist af lægri auglýsingatekjum í tímariti og dagbók, framlög frá sjóðum voru lægri einkum þar sem tillegg orlofssjóðs lækkaði. Áætlun 2006 gerir ráð fyrir að aðrar tekjur verði 21 miljón.

Laun og launatengd gjöld. Ýmislegt inni í þeirri tölu.

Annar rekstrarkostnaður hærri en áætlað var einkum vegna vatnstjóns. Tryggingar eiga eftir að borga. Inn í liðunum annar rekstrarkostnaður er rekstur húsnæðis, áhalda og tækja. Skrifstofukostnaður, vefumsjón, stjórnun, umsýsla og lögfræðikostnaður. 2006 verður greitt fyrir Microsoft aðgang næstu þrjú árin og einnig er gert ráð fyrir kaupum á nýju skjalastjórnunarkerfi. Þetta hækkar þennan lið á fjárhagsáætlun 2006. Kostnaður við könnun sem var tæplega 750 þúsund er þarna inni og einnig kostnaður vegna samnings um lögfræðiþjónustu upp á tvær miljónir.

Tímaritið 2006. Út komu tvö ritrýnd hefti. Vandamál hafa verið uppi varðandi  auglýsingasöfnun en nú er unnið að samningum við einstakling um að sjá um söfnun auglýsinga fyrir tímaritið.  Atvinnuauglýsingum á vefsvæði félagsins hefur hins vegar fjölgað mjög.

Ráðstefnur, fundir og námskeið 8,9 miljónir. Tekjur á móti ekki taldar með. Gert ráð fyrir 1,7 miljón 2006 í erlent samstarf.

Framlag til Fagdeilda var 1,9 miljónir 2005 en áætlun gerir ráð fyrir 1,5 miljónum 2006.

Hjúkrunarfræðinemar fengu styrki upp á 250 þúsund til erlends samstarfs.

BHM tillegg er 0,2% á félagsmann sem gerir um14 miljónir árið 2006.

Fyrirspurnir varðandi fjárhagsáætlun:

  • Laun og launatengd gjöld. Felur í sér greiðslur vegna lífeyris. Kostnaðurinn nær yfir sjö stöðugildi auk 20% stöðugildis Bergdísar Kristjánsdóttur í átta mánuði á ári (starfar fyrir minjanefndina). Dagpeningar bókast inn í laun og launatengd gjöld.
  • Er launakostnaður sambærilegur við önnur félög innan BHM?  Formaður svaraði því til að Fíh legði metnað sinn í að hafa gott starfsfólk og reyndi að vera samkeppnisfært í launum.  Laun á skrifstofu Fíh væru sambærileg launum á skrifstofu BHM.
  • Á árinu 2006 er gert ráð fyrir tveimur miljónum í lögfræðikostnað þar sem sú þjónusta er ekki lengur fyrir hendi innan BHM. Greiðum einnig 14 miljónir til BHM. Alls 16 miljónir. Hver er hagur okkar af BHM? Tekið fram að þessi umræða væri í gangi innan stjórnar Fíh og nú væri stefnan að Fíh gerði sig meira gildandi innan Fíh. Því hefur líka verið haldið fram að staða okkar verði sterkari ef við stöndum utan BHM. Fíh er stærsta félagið innan BHM og leggur til fjórðung af rekstrarfé BHM en einnig er tilleggið mikið í formi starfa. Formaður BHM er í hálfu starfi og formaður Fíh er varaformaður BHM. Nú skráir formaður Fíh þá tíma sem hún vinnur fyrir BHM og á síðastliðinni viku vann hún átta klukkustundir. BHM aðildin hefur klárlega kosti og galla og er stjórnin að skoða hvað gera á í því máli. Varðandi kostnað við lögfræðiþjónustu þá þurfum við aðgang að lögfræðingi. Hver tími  hjá lögfræðingi kostar um 11.000. Fíh er núna að reka þrjú mál sem hvert um sig kemur til með að kosta um 500 þúsund krónur.
  • Á síðastliðnu einu og hálfu ári hefur verið farið ofan í saumana á fjármálum félagsins.
  • Upp kom hugmynd um að skoða rekstur KÍ til samanburðar.
  • Aðrar tekjur. Hvernig á að ná 21 miljón á þessu ári? Með auknu framlagi sjóða, tekjum af ráðstefnum og auglýsingatekjum.
  • Árleg velta félagsins um 400 miljónir, þ.e. þegar allir sjóðir eru taldir.
  • Staða starfsmenntunarsjóðs. Samdráttur vegna vaxandi eftirspurnar, hækkun styrkja og fjölgun styrkhæfra námsleiða.  Vonir bundnar við að innkoma í starfsmenntunarsjóð árið 2006 verði það mikil að hægt verði að fjölga styrkjum að nýju.
  • Vaxandi fjöldi hjúkrunarfræðinga sem gera fastlaunasamninga. Borga hátt hlutfall til félagsins. Þetta þarf að skoða. Á t.d. að setja hámark á árleg félagsgjöld? Umræða um þetta fer fram á næsta fulltrúaþingi.
  • Eru störf félagsmanna launuð? Orlofsnefnd fær greitt fyrir orlofsnefndarfundi og fulltrúar í ritstjórn ritrýndra greina frá einnig greitt fyrir yfirlestu greina.  Endurskoða þarf launagreiðslur til nefnda og ráða.
  • Þegar rætt var um nýtingu fjármuna kom upp hugmynd um að stjórn félagsins gæti veitt hvatningarverðlaun. Slíkt gæti verið ákvörðun stjórnar t.d. í þrjú skipti.

8. Kynning á verkefnisáætlun fyrir mótun símenntunarstefnu Fíh.

MPM nemendur við verkfræðideild HÍ eru að vinna að mótun símenntunarstefnu Fíh. Þau kynntu verkefnið og lögðu áherslu á þátttöku félagsmanna í þessari stefnumótunarvinnu. Boðað var til hugarflugsfundar þann 23. febrúar 2006. Fagdeildir og fræðslunefnd hvattar til að senda fulltrúa sína.

9. Erindi vinnuverndarnefndar Fíh – fundarstjóri Anna Björg Aradóttir, yfirhjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu.

a) Starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga – Sigrún Gunnarsdóttir.

Sigrún kynnti helstu niðurstöður doktorsrannsóknar sinnar.  Meðal þess sem fram kom í máli hennar var eftirfarandi:

  • Þrjár víddir eru í starfsvettvangi hjúkrunarfræðinga: ytri (lög og þjóðfélagsleg staða), skipulagsheildin (samskipti og stjórnun) og einstaklingurinn (fagleg þekking, sjálfræði í starfi og mönnun).
  • Samskipti og stjórnun þungamiðjan í umræðunni um mannauð í hjúkrun (human resources) sbr. þema ICN.
  • Næg mönnun hjúkrunarfræðinga leiðir til öruggari hjúkrunar, starfsánægju, stöðugleika og minni kulnunar.
  • Einnig áhersla á stuðning frá stjórnendum, traust á vinnustað og sjálfræði.
  • Réttlæti, virðing og traust lykilþættir í árangri.
  • Kynning á grunnþáttum Magnet sjúkrahúsa.

b) Áhættumat starfa – Svava Kr. Þorkelsdóttir og Linda Björnsdóttir.

  • Kynntu þá þætti/svið/deildir sem sinna öryggis- og vinnuvernd á LSH.
  • Fóru yfir lagarammann um vinnuvernd
  • Kynntu leiðir fyrir hjúkrunarfræðinga til að tryggja vinnuvernd og koma umkvörtunum varðandi öryggis- og vinnuverndarmál á framfæri.

c) Mönnun, hversu alvarlegt er vandamálið?  Er flótti frá hjúkrunarstörfum? Starfsumhverfi deildarstjóra – Erlín Óskarsdóttir.

Erlín gerði grein fyrir starfshópi sem stjórn Fíh skipaði og hún hefur leitt, sem falið var að vinna að framsetningu viðmiða um nurse-patient-ratio.  Meðal þess sem Erlín gerði grein fyrir var:

  • Hvað hefur leitt til manneklu í hjúkrun s.s. breytingar á störfum og aukið álag.
  • Lagasetningar og viðmið annars staðar.  Gerði grein fyrir tölulegum viðmiðunum og veikleikum slíkra viðmiðana.
  • Niðurstöður rannsókna sem leiða ótvírætt í ljós áhrif mönnunar í hjúkrun og menntunar hjúkrunarfræðinga á afdrif skjólstæðinganna.

d) Umræður – Anna Björg Aradóttir.

Í umræðum ræddu fundargestir m.a.:

  • Kosti og galla þess að setja viðmið um fjölda skjólstæðinga á hvern hjúkrunarfræðing.
  • Álag á LSH og víðar.
  • Líðan hjúkrunarfræðinga.
  • Breytingar á störfum deildarstjóra.

10. Önnur mál – Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Fíh.

Formaður gerði grein fyrir eftirtöldum málum:

  • Málþing um vaktavinnu verður haldið 16. mars næstkomandi.
  • Málþing um sérfræðinga í hjúkrun (skv. starfsáætlun samþ. á fulltrúaþingi 2005) verður haldið 26. apríl frá 13:00-16:00.
  • 12. maí – kjörorð dagsins er „Safe staffing saves lives“.  Fræðslunefnd félagsins mun annast undirbúning dagskrá.  Hátíðarfundurinn fer fram í Hringsal LSH og verður varpað þaðan í fjarfundabúnaði til þeirra svæðisdeilda sem þess óska.
  • Aðalfundur BHM dagana 18. og 19. maí.  Fíh á rétt á 27 fulltrúum á aðalfundinum.
  • Heimsóknir í svæðisdeildir – fundaplan formanns og hagfræðings.
  • Frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu.
  • Frumvarp til laga um Landlækni.
  • „Hver geri hvað?“ – Jónínunefndarskýrslan.
  • Endurskoðun fjármálastjórnunar félagsins.

Formaður þakkaði fulltrúum á félagsráðsfundi fyrir góðan fund og sleit fundi kl. 16:00.

Vigdís Hallgrímsdóttir, alþjóðafulltrúi Fíh og Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Fíh rituðu fundargerð.

 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála