Hjukrun.is-print-version

Umsögn um frumvarp til laga

RSSfréttir
23. febrúar 2006

Nefndasvið Alþingis

Austurstræti 8 - 10

150 Reykjavík

     Reykjavík, 23. febrúar 2006

Efni: Umsögn um frumvarp til laga um tóbaksvarnir, 388. mál, reykingabann.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga þakkar beiðni um umsögn um frumvarp til laga um tóbaksvarnir.  Félagið fagnar frumvarpinu og hvetur til samþykkis þess.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga telur það sjálfsögð réttindi hvers vinnandi manns að vinna í heilnæmu vinnurými.  Með frumvarpinu er unnið að því að vernda heilsu starfsfólks veitinga- og skemmtistaða auk þess að vernda gesti þessara staða.  Leiða má líkum að því að reykingabann á skemmtistöðum geti dregið úr reykingum í heild og ekki síst meðal ungs fólks, sem oft byrjar fikt við reykingar á skemmtistöðum.

Skaðleg áhrif óbeinna reykinga eru margsönnuð og þekkt er að óbeinar reykingar eru án efa einn öflugasti krabbameinsvaldur sem fólk verður fyrir í vinnu sinni.  Reykingabann á veitinga- og skemmtistöðum er því tímabært.

Virðingarfyllst,

F.h. stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga,

________________________________________

Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála