Hjukrun.is-print-version

16. Stjórnarfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2005-2007

RSSfréttir
6. mars 2006

Haldinn að Suðurlandsbraut 22 þann 6. mars 2006 kl. 13.30


Mættir: Halla Grétarsdóttir 1.varaformaður, Elín Ýrr Halldórsdóttir 2.varaformaður, Eygló Ingadóttir gjaldkeri, Jón Aðalbjörn Jónsson  ritari, Ingibjörg Sigmundsdóttir meðstjórnandi, Hólmfríður Kristjánsdóttir varamaður og Fríða Björg Leifsdóttir varamaður

 

Til Afgreiðslu

 

1.                  Fundargerð síðasta fundar.  Samþykkt

2.                     Fjárhagsáætlun Fíh og sjóða félagsins fyrir yfirstandandi ár og drög fyrir 2007.   

Farið yfir fjárhagsáætlun og skýringar fjármálastjóra og gerðar frekari athugasemdir.  1. varaformaður mun leita frekari skýringa hjá fármálastjóra áður en áætlunin verður tekin fyrir til endanlegrar afgreiðslu.

 

3.                     Staðfesting samings Fíh og Mörkin lögmannsstofa hf.  Stjórn staðfesti samninginn

4.                     Erindi frá Páli Biering (lagt fram á síðasta fundi).  Erindinu hafnað. Umsækjanda verður skriflega gerð grein fyrir að Fíh standi nú þegar að ritun sögu hjúkrunar á Íslandi og geti ekki styrkt sjálfstæða ævisöguritun.  Samþykkt að skoða þátttöku í kynningu á verkinu þegar það er komið út m.a. á vefsvæði Fíh og í Tímariti.

5.                     Kaup á sumarhúsi og lóð í landi Ásgarðs í Grímsnesi.  Erindi frá stjórn Orlofssjóðs. Heimild til kaupa 2 lóðum Lokastíg 1 og Lokastíg 2. Heimild til kaupa á orlofshúsi til uppsetningar á lóðinni Lokastíg 1.  Stjórn samþykkir jafnframt neðanritaða bókun

Bókun við lið 5.

Stjórn lýsir yfir sérstakri ánægju með störf orlofsnefndar að orlofsmálum félagsmanna Fíh.

Til umræðu

6.                     Erindi frá söguritunarnefnd (kynnt á vinnufundi stjórnar 6. febrúar 2006)
Þar sem ekki hefur reynst unnt að ná saman fundi með Ástu Möller og Herdísi Sveinsdóttur er þessu atrið dagskrár frestað.

7.                     Umsögn Fíh um drög að frumvarpi til laga um heilbrigðisþjónustu.
1. varaformaður kynnir vinnu að umsögn um frumvarpið og þær athugasemdir sem gerðar verða af hálfu félagsins.  Stjórn samþykkir umsögnina og felur 1. varaformanni að ganga frá henni með smávægilegum breytingum.

8.                     Fundur formanns, varaformanns og gjaldkera með ritnefndum þann 1. mars 2006
1. varaformaður gerir grein fyrir fundinum, efni hans og umræðu.  Ítrekað að engin fjárútlát megi fara fram án þess að samþykki stjórnar liggi fyrir.  Næsti fundur verður haldinn föstudaginn 10. mars.
1. varaformaður og ritari stjórnar munu taka þátt í vinnuhópi um útgáfu Tímarits hjúkrunarfræðinga.

Til kynningar:

9.                     Ráðningarbréf PwC lagt fram.  Kynning á ráðningarbréfinu.

10.                 Önnur mál

a.       Vefumsjón verksamningur.  Stjórn kynnt að í vinnslu sé samningur um vefumsjón í samræmi við áður samþykkta áætlun stjórnar.  Elsa mun annast frekari kynningu sé þess þörf.

b.      Nýr heilbrigðisráðherra. Samþykkt að senda nýjum heilbrigðisráðherra heillaóskir.

c.       Samningur ljósmæðra við TR. Samningurinn verður skoðaður og ræddur þegar hann liggur fyrir.

d.      Umræða um kjarnefnd.

  

Fundi slitið kl. 15.30

 

Fundargerð ritaði Jón Aðalbjörn Jónsson, ritari í stjórn Fíh.

 

 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála