10.
apríl 2006
10. apríl 2006
Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga ályktaði eftirfarandi á fundi sínum þann 10. apríl:
Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) tekur undir ályktun og áskorun almenns fundar hjúkrunarfræðinga á Landspítala-háskólasjúkrahúsi sem haldinn var þann 5. apríl sl. þar sem lýst var yfir miklum áhyggjum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum á LSH. Stjórn Fíh ítrekar mikilvægi hjúkrunarmönnunar og bendir á niðurstöður rannsókna sem sýna óyggjandi tengsl minni fjölda hjúkrunarfræðinga á vakt, og gæði þjónustunnar og öryggi sjúklinga. Af erlendum rannsóknum að dæma má áætla að á LSH verði um 3000 einstaklingar á ári fyrir óhöppum eða atvikum sem ekki tengjast beint veikindum þeirra. Rannsóknir sýna að áhrifamesta aðferðin til að fækka slíkum óhöppum og ótímabærum andlátum er að fjöldi hjúkrunarfræðinga á hverri vakt sé hæfilegur.
Þá skorar stjórn Fíh á yfirstjórn LSH að bæta starfsaðstöðu þeirra hjúkrunarfræðinga sem í dag starfa við þessar erfiðu aðstæður á LSH. Aukin veikindaforföll og aukin starfsmannavelta benda eindregið til aukins álags á hjúkrunarfræðinga. Hvorutveggja er mjög kostnaðarsamt fyrir stofnunina auk þess að rýra gæði þjónustunnar og öryggi sjúklinga.
Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga ályktaði eftirfarandi á fundi sínum þann 10. apríl:
Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) tekur undir ályktun og áskorun almenns fundar hjúkrunarfræðinga á Landspítala-háskólasjúkrahúsi sem haldinn var þann 5. apríl sl. þar sem lýst var yfir miklum áhyggjum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum á LSH. Stjórn Fíh ítrekar mikilvægi hjúkrunarmönnunar og bendir á niðurstöður rannsókna sem sýna óyggjandi tengsl minni fjölda hjúkrunarfræðinga á vakt, og gæði þjónustunnar og öryggi sjúklinga. Af erlendum rannsóknum að dæma má áætla að á LSH verði um 3000 einstaklingar á ári fyrir óhöppum eða atvikum sem ekki tengjast beint veikindum þeirra. Rannsóknir sýna að áhrifamesta aðferðin til að fækka slíkum óhöppum og ótímabærum andlátum er að fjöldi hjúkrunarfræðinga á hverri vakt sé hæfilegur.
Þá skorar stjórn Fíh á yfirstjórn LSH að bæta starfsaðstöðu þeirra hjúkrunarfræðinga sem í dag starfa við þessar erfiðu aðstæður á LSH. Aukin veikindaforföll og aukin starfsmannavelta benda eindregið til aukins álags á hjúkrunarfræðinga. Hvorutveggja er mjög kostnaðarsamt fyrir stofnunina auk þess að rýra gæði þjónustunnar og öryggi sjúklinga.