Hjukrun.is-print-version

Ályktun stjórnar Fíh um þjónustusamninga og öldrunarstofnanir

RSSfréttir
10. apríl 2006

Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga ályktaði eftirfarandi á fundi sínum þann 10. apríl:

Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hvetur stjórnvöld og stjórnendur öldrunarstofnana til að gera nú þegar sérstaka þjónustusamninga um rekstur stofnananna þar sem skýrt verði kveðið á um gæði og magn þjónustunnar, og þann mannafla sem krafist er til að tryggja viðeigandi þjónustu hverju sinni. Starfsemi öldrunarstofnana er ein mikilvægasta þjónusta samfélagsins og stjórnvöldum ber siðferðileg skylda til að tryggja fullnægjandi og viðeigandi hjúkrun þeirra einstaklinga sem þar búa. Það verður aðeins gert með skýrum samningum um þjónustuna og eftirliti með rekstri stofnananna og gæðum þeirrar þjónustu sem þar er veitt.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála