Haldinn að Suðurlandsbraut 22 þann 24. apríl 2006 kl. 13.30
Mættir:
Til Afgreiðslu
1. Fundargerð síðasta fundar. Afgreiðslu frestað til næsta fundar
2. Símenntunaráætlun Fíh - framlagt verkefni MPM nema við HÍ. Vigdís Hallgrímsdóttir kom á fundinn og ræddi um skýrsluna og óskaði eftir athugasemdum. Þarna koma fram góðar hugmyndir og mikilvægt að taka ákvörðun um næstu skref við að koma áætluninni í framkvæmd. Áætlunin samþykkt en ákvörðun um næstu skref frestað til næsta fundar.
Til umræðu
3. Verkefni í tengslum við erlent samstarf – EFN. Vigdís Hallgrímsdóttir kynnti.
4. Mannekla í hjúkrun – Vinnuhópur Landlæknisembættisins. Elsa kynnti drög að minnispunktum vinnuhópsins.
5. Aðalfundur BHM 18. og 19.maí 2006. Fíh á rétt á 27 fulltrúum á aðalfundinn.
6. Sóknarfæri í hjúkrun? Málþing 26.apríl 2006. Farið var yfir stöðu undirbúningsins.
Til kynningar:
7. Formaður kynnti hugmyndir um hjúkrunarþing 2. og 3.nóvember 2006. Þar yrði fjallað um mannauð í heilbrigðisþjónustu og áhrif mönnunar á öryggi sjúklinga og starfsfólks. Þegar eru komnar hugmyndir að fyrirlesurum.
8. Endurskoðun verkáætlunar vegna söguritunar. Formaður lagði fram endurskoðuð drög að verkáætlun og verklokum frá söguritara. Söguritunarnefnd mun fjalla um málið og leggja tillögur fyrir stjórn Fíh sbr. 18. fund stjórnar.
9. Eygló Ingadóttir gjaldkeri sagði frá störfum Vísindasjóðs. Úthlutað verður úr B-hluta sjóðsins þann 12. maí.
10. Halla Grétarsdóttir varpaði fram hugmyndum um könnun á störfum og fyrirhuguðum starfslokum hjúkrunarfræðinga og ástæður fyrir því að þeir láta af störfum.
Fundi slitið kl.15:45
Fundargerð ritaði Ingibjörg Sigmundsdóttir meðstjórnandi í stjórn Fíh.