Hjukrun.is-print-version

20. Stjórnarfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2005-2007

RSSfréttir
8. maí 2006

Haldinn að Suðurlandsbraut 22 þann 8. maí 2006 kl. 13.30

Mættir: Elsa B. Friðfinnsdóttir formaður, Halla Grétarsdóttir 1.varaformaður, Elín Ýrr Halldórsdóttir 2.varaformaður, Eygló Ingadóttir gjaldkeri, Jón Aðalbjörn Jónsson  ritari, Hrund Helgadóttir meðstjórnandi og Ingibjörg Sigmundsdóttir meðstjórnandi

 

Til afgreiðslu:

  1. Fundargerð síðustu tveggja funda.

Fundargerð 18. fundar samþykkt

Fundargerð 19. fundar samþykkt

Stjórn lýsir ánægju og sendir þeim er undirbjuggu ráðstefnuna “Sóknarfæri í hjúkrun” sérstakar þakkir fyrir faglegan undirbúning.

  1. Styrkir til fagdeilda.

Erindi frestað til næsta fundar.

  1. Þátttaka á SSN fundi í ágúst og ICN workforce í september.

Halla, Fríða Björg og Helga Birna munu sækja fund ICN. 

Eygló og Vigdís munu sækja fund SSN aðrir stjórnarmenn skoða möguleika á að sækja fundinn þar sem við erum með bókuð 3 sæti.  Ferðaáætlun haustsins tekin fyrir á næsta fundi.

Ritari mun skrifa til starfsmanns SSN og óska eftir að áskriftargjöld séu tekin til umræðu á stjórnarfundi SSN í ágúst.

  1. Símenntunaráætlun Fíh – skipun framkvæmdaráðs.

Fræðslunefnd, Aðalbjörg og Vigdís munu skipa framkvæmdaráð.

  1. Hjúkrunarþing og ráðstefna 2. og 3. nóvember – skipun undirbúningshóps.

Leitað verður til framkvæmdahóps síðasta hjúkrunarþings um að halda utan um verkefnið.

Til umræðu:

  1. Mannekla í hjúkrun – endurgerð rannsóknar frá 1999.  Aðalbjörg Finnbogadóttir mætir á fundinn kl. 14:15.

Aðalbjörg fer yfir efni mannekluskýrslunnar frá 1999.  Forsendur rannsóknarinnar frá eru breyttar.  Ýmsir aðilar eru að láta vinna skýrslur um mannaflaþörf.  Um 400 hjúkrunarfræðingar munu hugsanlega fara út á næstu árum vegna eftirlaunareglu.  Aðalbjörgu falið að fara yfir skýrsluna frá 1999 og í fyrstu draga út kjarnaspurningar sem hægt er að endurnýta með sömu skilgreiningu.  Henni falið að hefja undirbúning að nýrri manneklukönnun.

  1. Kaup á skjalastjórnunarkerfi.

Elsa kynnir tilboð og kosti skjalastjórnunarkerfis frá GoPro Hugvit dags 19.4.2006. Ákvörðun tekin á næsta fundi.

  1. Aðalfundur BHM 18. og 19. maí 2006.

Stjórn hefur samþykkt að frá Fíh verði Elsa B. Friðfinnsdóttir í framboði til varaformanns BHM.

Elsa kynnir að í umræðunni sé hugsanlegt mótframboð gegn sitjandi formanni BHM. 

Hvatt er til þess að svör um þátttöku á fundinum komi sem fyrst og að fundur með þeim er sækja fund BHM verður haldinn í næstu viku.

Til kynningar:

  1. Hátíðarfundur 12. maí – dagskrá.

Dagskrá kynnt.

  1. Önnur mál.

a.       Einstaklingsmál A
Einstaklingur sem sýktist af MÓSA í starfi á LSH í september og er enn sýkt eftir nær 10 mánuði. Sonur hennar sýktist einnig.  Málið verður lagt fyrir lögfræðinga Fíh til álitsgerðar.

b.      Nýtt skipurit Reykjalundi
Formaður kynnir bréf nýstofnaðs hjúkrunarráðs Reykjalundar. Formanni falið að skrifa forstjóra Reykjalundar, með afriti til formanns stjórnar Reykjalundar formanns stjórnar SÍBS ásamt Heilbrigðisráðráðherra, um ólögmæti þessarar aðgerðar sbr. Lög um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990 greinar 24 og 29

c.       Endurskoðun ársreikninga félagsins
Unnið er að gerð endurskoðaðs ársreiknings.  Fulltrúar endurskoðenda eru að fara yfir gögn félagsins. Verður tekin fyrir á næsta fundi.

d.      Úthlutun styrkja úr B-hluta Vísindasjóðs. 
Eygló gerir grein fyrir ákvörðun stjórnar sjóðsins og áætlun um næstu úthlutun sem fer fram kl. 11.30 á nk. föstudags.

e.       Stofnanasamningi við LSH dreift
Elsa kynnir samningsvörpunina og segir frá þeirri kynningarvinnu sem er í gangi annarsvegar hjá LSH og hinsvegar á vegum FíH.

Fundi slitið kl. 16.10

Fundargerð ritaði Jón Aðalbjörn Jónsson, ritari stjórnar.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála