Hjukrun.is-print-version

Ályktun frá fundi hjúkrunarfræðinga um mönnun

RSSfréttir
12. maí 2006
Ályktun frá fundi hjúkrunarfræðinga 12. maí 2006.


Á fjölmennum fundi hjúkrunarfræðinga, sem haldinn var á Alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga 12. maí 2006 var samþykkt eftirfarandi ályktun.


Hjúkrunarfræðingar á Íslandi vekja athygli á baráttu Alþjóðasamtaka hjúkrunarfræðinga fyrir aukinni mönnun hjúkrunarfræðinga undir slagorðinu
„Vel mannað verndar líf“.
Hjúkrunarfræðingar ítreka mikilvægi mönnunar fyrir öryggi sjúklinga og gæði þjónustunnar og benda á að fjöldi erlendra rannsókna hefur sýnt fram á tengsl milli fjölda hjúkrunarfræðinga og afdrifa sjúklinga.
Hjúkrunarfræðingar hvetja stjórnvöld og heilbrigðisstofnanir til að tryggja öryggi sjúklinga með góðri mönnun hjúkrunarfræðinga og spara þannig fjármuni og vernda líf.

Hjúkrunarfræðingar fagna og taka undir ályktun stjórenda LSH frá 11. maí sl. þar sem athygli yfirvalda fjármála og heilbrigðismála er vakin á því ástandi sem skapast hefur vegna manneklu á spítalanum.


Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála