Haldinn að Suðurlandsbraut 22 þann 12. júní 2006 kl. 13.30
Mættir: Halla Grétarsdóttir 1.varaformaður, Elín Ýrr Halldórsdóttir 2.varaformaður, Eygló Ingadóttir gjaldkeri, Jón Aðalbjörn Jónsson ritari, Fríða Björg Leifsdóttir varamaður, Hólmfríður Kristjánsdóttir varamaður
Til afgreiðslu:
- Fundargerð 22. fundar stjórnar.
Samþykkt
- Fundartímar stjórnar Fíh ágúst til desember 2006
14. ágúst
4. september
18. september vinnufundur
2. október
13. október félagsráðsfundur
16. október
30. október
2.-3.nóvember hjúkrunarþing
13. nóvember
27. nóvember
8. desember jólaboð Fíh
11. desember
Fulltrúar Fíh á ICN WFF:
Fríða Björg Leifsdóttir, Halla Grétarsdóttir og Helga Birna Ingimundardóttir.
Fulltrúar Fíh á haustfundi EFN:
Elín Ýrr Halldórsdóttir og Eygló Ingadóttir.
Fulltrúar Fíh á haustráðstefnu SSN:
Ingibjörg Sigmundsdóttir og Ásta Thorarensen.
Samþykkt.
- Undirritun ársreikninga félagsins..
Reikningar samþykktir og undirritaðir af viðstöddum.
Til umræðu:
- Styrkir til fagdeilda félagsins.
Elín Ýrr halldórsdóttir er í forsvari fyrir starfshóp stjórnar um styrki til fagdeilda félagsins. Hópurinn leggur til að veitt verði 120.000 krónum til erlendrar starfsemi fagdeilda og 80.000 kr. Til innlendrar starfsemi. Jafnframt lagt til að málið verði tekið fyrir á félagsráðsfundi þann 13.október. Elín Ýrr mun kynna málið og stjórna umræðu.
Samþykkt
- Erindi frá ritara stjórnar um auglýsingatekjur Tímarits hjúkrunarfræðinga vegna endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Ritari kynnir útreikninga á samdrætti á auglýsingatekjum Tímarits hjúkrunarfræðinga. Samantekt verður send ritnefnd og ritstjóra til áréttingar fyrri ályktun stjórnar um málefni Tímarits hjúkrunarfræðinga. Fundað verður með ritnefnd í framhaldi af þessu.
Samþykkt
- Skipan í nefndir BHM.
Nefndalisti BHM kynntur. Málið verður unnið frekar fram til næsta fundar stjórnar.
Samþykkt
- Fundur stjórnar Fíh með hjúkrunarfræðingum á LSH þann 31. maí s.l.
1. Varaformaður kynnir málið og mun ræða málið og framhald þess við formann félagsins.
Samþykkt
Til kynningar:
- Stofnun fagdeildar gigtarhjúkrunarfræðinga í Fíh
Bréf fagdeildar um stofnun hennar kynnt stjórn. - Önnur mál
Engin önnur mál óskast rædd á fundinum.
Fundi slitið kl. 15.30
Fundargerð ritaði Jón Aðalbjörn Jónsson, ritari stjórnar.