Hjukrun.is-print-version

24. Stjórnarfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2005-2007

RSSfréttir
26. júní 2006

Haldinn að Suðurlandsbraut 22 þann 26.júní 2006 kl.13:30

                                                 

Mættir:  Halla Grétarsdóttir 1.varaformaður, Eygló Ingadóttir gjaldkeri, Hrund Helgadóttir meðstjórnandi, Ingibjörg Sigmundsdóttir meðstjórnandi, Hólmfríður Kristjánsdóttir varamaður og  Fríða B. Leifsdóttir varamaður.


Dagskrá:

Til afgreiðslu:

  1. Fundargerðir 21. og 23. fundar: Samþykktar.

2.   Endurskoðuð fjárhagsáætlun  fyrir 2006 og 2007.

Eygló Ingadóttir gjaldkeri kynnti og fór yfir fjárhagsáætlanir.  Stjórn samþykkir ekki óbreytta fjárhagsáætlun Tímarits hjúkrunarfræðinga þar sem áætlunin er ekki unnin samkvæmt þeim forsendum sem stjórn óskaði eftir, einnig vegna ofáætlunar auglýsingatekna og kostnaðar vegna aðkeyptra greinaskrifa.  Farið er fram á að ritstjóri, formaður ritnefndar og fjármálastjóri vinni að nýrri fjárhagsáætlun sem verði tekin til afgreiðslu á næsta fundi.

Áætlun orlofssjóðs gjaldkeri kannar hvort kaup á bústað og lóð í Grímsnesi vanti inn í áætlunina.

Afgreiðslu fjárhagsáætlunar frestað til næsta fundar.

  1. Erindi frá verkefnisstjóra ÓB-ráðgjafar um samstarf við Fíh um morgunverðarfund.

Erindi hafnað.

Til umræðu:

  1. Niðurstöður starfsmannasamtala.

Halla Grétarsdóttir sagði frá helstu niðurstöðum úr starfsmannaviðtölum sem hún og Elsa áttu við starfsmenn Fíh að undanskildum ritstjóra (vegna sumarfrís ritstjóra) í byrjun júní.

  1. Staða fjármálastjóra Fíh.

Halla Grétarsdóttir fór yfir málið og greindi frá ósk fjármálastjóra um að fá að koma á næsta stjórnarfund.

Til kynningar:

  1. B-hluti vísindasjóðs. Eygló Ingadóttir kynnti drög að nýjum vinnureglum og tillögum að auglýsingum um styrki úr sjóðnum.

Verður tekið til afgreiðslu á næsta stjórnarfundi.

  1. Staða mála á LSH.

Ekkert hefur komið fram frá stjórn LSH um ástandið í mönnunarmálum hjúkrunarfræðinga eða vinnuálag vegna sumarafleysinga. Stjórn Fíh fylgist áfram með málinu og bíður upplýsinga frá LSH.

Fundi slitið kl.16:00

                Fundargerð ritaði Ingibjörg Sigmundsdóttir meðstjórnandi

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála