22.
ágúst 2006
Haldinn að Suðurlandsbraut 22 þann 22. ágúst 2006 kl. 13:30
Mættir: Elsa B. Friðfinnsdóttir formaður, Halla Grétarsdóttir 1. varaformaður, Elín Ýrr Halldórsdóttir 2.varaformaður, Eygló Ingadóttir gjaldkeri, Jón Aðalbjörn Jónsson ritari, Ingibjörg Sigmundsdóttir meðstjórnandi, Fríða B. Leifsdóttir varamaður og Hólmfríður Kristjánsdóttir varamaður
Til afgreiðslu:
- Fundargerð síðasta fundar.
Samþykkt. - Samningur um söguritun – erindi til söguritunarnefndar.
Formaður kynnir drög að samningi við verktaka ásamt erindi stjórnar til söguritunarnefndarinnar.
Samþykkt - Erindi frá Rannsóknarstofnun í hjúkrunarfræði vegna Rannsóknarsjóðs Ingibjargar R. Magnúsdóttur.
Formaður kynnir erindið. Samþykkt stjórnar frá 20. febrúar 2006 um forsendur framlags stofnfjár í sjóðinn stendur óbreytt.
Samþykkt - Starfsreglur B-hluta Vísindasjóðs.
Gjaldkeri kynnir nýjar úthlutunarreglur og leiðbeiningar um úthlutanir. Stjórn lýsir yfir ánægju með þessa vinnu stjórnar Vísindasjóðs.
Samþykkt - Greinargerð fjármálastjóra Fíh í tilefni af aðfinnslum vegna fyrirhugaðrar uppsagnar.
(fært í trúnaðarbók merkt: liður 5)
Til umræðu:
- Rekstraryfirlit sjóða félagsins fyrir jan.- júní 2006.
Gjaldkeri kynnir yfirlitið og fer yfir stöðu sjóðanna. - Umsögn um frumvarp til laga um Landlæknisembættið.
1. Varaformaður kynnir umsögn Fíh, sem 1. varaformaður, gjaldkeri og ritari stjórnar unnu sameiginlega.
Samþykkt með athugasemdum um 13. gr. sem 1. Varaformanni er falið að lagfæra. - Endurskoðaðar starfslýsingar hjá Fíh.
Formaður kynnir starfslýsingarnar.
Samþykkt að stjórn skoði frekar. - Mannekla í hjúkrun – fjölgun nemenda í hjúkrunarfræði.
Formaður kynnir efnið - Þjónusta hjúkrunarfræðinga og afsláttarskírteini TR.
Frestað til næsta fundar stjórnar.
Til kynningar:
- Könnun um viðhorf til vaktavinnu.
Formaður kynnir undirbúningsvinnu að könnuninni ásamt spurningalista.
Stjórn gerir athugasemdir við spurningar um bakvaktir þar sem þær passa ekki við starf hjúkrunarfræðinga. - Önnur mál.
- Breyting á fulltrúa Fíh á SSN fundi.
Fríða Björg Leifsdóttir kemst ekki á fundinn eins og til stóð. Lagt er til að Aðalbjörg Finnbogadóttir sæki fundinn í hennar stað.
Samþykkt - Erindi um styrk.
Frestað til næsta fundar - Erindi frá hjúkrunarfræðinemum – ENSA.
Frestað til næsta fundar - Hjúkrunarráðstefna 2007
Formaður leggur til að hjúkrunarráðstefna verði haldin haustið 2007.
Frestað til næsta fundar - Námsleyfi formanns.
Halla Grétarsdóttir 1. varaformaður Fíh mun koma til starfa í 90% starfshlutfalli í fjarveru formanns þ.e. frá og með 1. september 2006
Fundi slitið kl. 16.05
Fundargerð ritaði Jón Aðalbjörn Jónsson, ritari stjórnar.