Haldinn að Suðurlandsbraut 22, 18. september 2006 kl. 12:30 – 16:45
Mættir: Halla Grétarsdóttir 1.varaformaður, Elín Ýrr Halldórsdóttir 2.varaformaður, Eygló Ingadóttir gjaldkeri, Jón Aðalbjörn Jónsson ritari, Ingibjörg Sigmundsdóttir meðstjórnandi, Hrund Helgadóttir meðstjórnandi, Hólmfríður Kristjánsdóttir varamaður og Fríða Björg Leifsdóttir varamaður
Dagskrá:
- Starfsáætlun Fíh 2005-2007.
Farið yfir starfsáætlun lið fyrir lið og staða einstakra málaliða metinn m.t.t. árangurs og eða áætlunar.
- Símenntun.
Menntanefnd falið að vinna áfram að símenntunarmálum félagsmanna.
- Mannekla í hjúkrun – niðurstöður könnunar.
- Aðrar kannanir.
Ræddir möguleikar á að nýta vefkannanakerfi til að sækja upplýsingar um launaraðanir miðað við aldur, reynslu, menntun.
- Undirbúningur félagsráðsfundar.
Fyrir liggur að breytt form verður á fundinum. Unnið verður í 3 vinnuhópum sem munu skila tillögum að loknum fundinum. - Undirbúningur fulltrúaþings.
Rætt um virkjun kjörnefndar vegna komandi kjörs til stjórnar og nefnda árið 2007. Skipan nefndar vegna endurskoðunar laga Fíh Samþykkt að Elsa B. Friðfinnsdóttir og Jón Aðalbjörn Jónsson verði í þessari nefnd. - Erlent samstarf.
- Fulltrúar Fíh. í erlendu samstarfi 2007
- Dagsetningar funda og ráðstefna komandi árs.
Fundardagsetningar stjórnar- og félagsráðsfunda samþykktar eftirfarandi:
8. janúar 2007, stjórnarfundur
22. janúar 2007, stjórnarfundur
5. febrúar 2007, stjórnarfundur
16. febrúar 2007, félagsráðsfundur
19. febrúar 2007, vinnufundur stjórnar
5. mars 2007, stjórnarfundur
19. mars 2007, stjórnarfundur
2. apríl 2007, stjórnarfundur
16. apríl 2007, stjórnarfundur
30. apríl 2007, stjórnarfundur
3. og 4. maí 2007, Fulltrúaþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
14. maí 2007, stjórnarskiptafundur
- Ályktanir.
Almenn umræða um ályktanir stjórnar og efni þeirra, ferli og eftirfylgni. - Starfsreglur stjórnar – endurskoðun
Skv. ákvæði um árlega endurskoðun í starfsreglum stjórnar munu stjórnarmenn fara yfir starfsreglurnar og koma með tillögur að breytingum, ef einhverjar eru, á næsta stjórnarfund.
Fundi slitið kl. 16.45
Fundargerð ritaði Jón Aðalbjörn Jónsson, ritari stjórnar.