Haldinn þann 13. október 2006
að Suðurlandsbraut 22, kl. 12.30-16.00
Fundargerð
- Setning fundar. Starfandi formaður, Halla Grétarsdóttir bauð fundargesti velkomna og setti fundinn. Hún gerir grein fyrir að lagt sé upp með breytt form fundarins og að markmið breytingarinnar sé að efla innri starfsemi félagsins.
- Tímarit hjúkrunarfræðinga, efni frá fag- og svæðisdeildum. Valgerður Katrín Jónsdóttir, ritstjóri kallar eftir efni frá fag- og svæðisdeildum og leggur til við deildirnar að þær komi upp sínum eigin fréttaritara.
- Hjúkrunarþing 2006 og hjúkrunarráðstefna 2007, Aðalbjörg Finnbogadóttir kynnir þingið, vef þess og form. Þingið mun í þetta sinn standa í 2 daga. Gestafyrirlesarar á þinginu eru allir fyrsta flokks fyrirlesarar og hvetur Aðalbjörg formenn deilda og nefnda til að sækja þingið. Jafnframt er hafinn undirbúningur að Hjúkrunarráðstefnu árið 2007, sem er rannsóknaráðstefna í samvinnu Fíh, HA. og HÍ.
- Vefkönnun Fíh á ofbeldi á vinnustöðum hjúkrunarfræðinga, Aðalbjörg Finnbogadóttir kynnir könnunina og fer yfir niðurstöður hennar. Hún leggur megináherslu á að verið sé að kynna þá möguleika sem hafa skapast með tilkomu vefkannanakerfis og kynnir þá þjónustu sem nú er hægt að veita deildum félagsins ætli þær að gera slíkar kannanir.
- Vefsvæði fag- og svæðisdeilda. Jón Aðalbjörn hvetur stjórnir deilda félagsins til átaks í efnisöflun fyrir vefsvæði deildanna á vef Fíh. Hann kynnir fyrir deildunum þá þjónustu sem þeim stendur til boða varðandi fjöldaútsendingar fréttabréfa, fréttaflutning af starfi deildanna og vefkannanir.
- Kjaramál – upplýsingar.
Helga Birna Ingimundardóttir fer yfir samningsumhverfi félagsins og þær breytingar sem hafa orðið á því á sl. 6 árum. Hún leggur fram efni um uppbyggingu samningaumhverfisins og meginskiptingu samningsaðila sem eru 7 talsins þegar um miðlæga kjarasamninga er að ræða. - Fjármál Fíh
Eygló Ingadóttir gjaldkeri Fíh býður velkominn til starfa nýjan fjármálastjóra félagsins, Sólveigu Stefánsdóttur. Þær kynna Rekstraryfirlit Fíh fyrir tímabilið janúar til ágúst 2006 samanborið við rekstraráætlun 2006. Farið er yfir stöðu sjóða félagsins og efnahag félagssjóðs - Hópvinna
- Fagdeildir: Umræða um styrki Fíh til fagdeilda og hvernig má nýta húsnæði Fíh betur fyrir starfsemi fagdeilda.
Elín Ýrr Halldórsdóttir og Jón Aðalbjörn Jónsson stýra umræðu. - Fagdeildir: Umræða hvernig má efla starfsemi fagdeilda?
Aðalbjörg Finnbogadóttir og Vigdís Hallgrímsdóttir stýra umræðu. - Svæðisdeildir: Starfsáætlanir svæðisdeilda
Halla Grétarsdóttir fundar með formönnum svæðisdeilda. - Nefndir innan Fíh: Starfsreglur nefnda og samskipti nefnda við stjórn Fíh
Eygló Ingadóttir stýrir umræðu
- Niðurstöður umræðuhópa
Niðurstöður vinnuhóps a. um styrki til fagdeilda
Styrkupphæðin
Styrkupphæðin sjálf ekki vandamál. Peningarnir duga sumum vegna smæðar en sumum ekki, allt eftir umfangi starfsins. Hópurinn telur þó að það verði að vera hægt að sækja um sérframlag til sérstakra verkefna.
Frestun útborgunar
Mælt er með því að með rökstuðningi verði hægt að safna styrk í 2 ár. Þ.e. úthlutun veitt en útborgun frestað fram að næstu vorúthlutun sem þá yrði tvöföld. Með þessu er hægt að safna fé þannig að það nýtist fagdeildinni betur.
Styrkir
2.uthlutanir
Fastur grunnur að hausti
Óúthlutað frá vori bætist að auki við grunninn að hausti
Endurúthlutunarsjóður
Gera þarf reglur um endurúthlutunarsjóð sem samanstendur annarsvegar af grunnupphæð sem ákvörðuð er fyrirfram og hinsvegar af óumsóttum fjárhæðum frá vorúthlutun. Sjóðurinn skal vera sérúthlutunarsjóður til viðbótarúthlutunar í ágústmánuði, og ætlaður til sérstakra verkefna þeirra fagdeilda sem sótt hafa um styrk í vorúthlutun.. Reglur um endurúthlutun þurfa að vera skýrar og einfaldar.
Reglur um styrkveitingar til fagdeilda
7. reglan er algjörlega úrelt og forsjárhyggja ekki ásættanleg. Fella skal regluna niður.
Það á að vera fagdeildana að ákvarða notkun styrks. Ekki félagsis að segja hvort nýta megi styrk til ferða t.d. á fundi milli landshluta.
Samskipti fagdeilda
Stofna þarf tengslanet fagdeilda. Gera mögulegan fund formanna fagdeilda. Koma á samstarfi um fræðslufundi og bjóða þeim sem hafa áhuga á að sækja fundina fagdeilda á milli þátttöku.
Símenntun
Hópurinn telur að það sé styrkur að flýta frekari uppbyggingu símenntunarnámskeiða á vegum félagsins. Símenntunarnámskeiðsamstarf fagdeilda og félags er tilvalið en fyrst og fremst þarf að opna símenntunardeild félagsins með almennum opnum námskeiðum sem ætluð eru öllum hjúkrunarfræðingum óháð fagdeild. Húsnæðið er til staðar og er hentugt. Fagdeildir geta hæglega komið að slíkum námskeiðum.
Skrifstofa Fíh
Hópurinn lýsir yfir sérstakri ánægju með starfsemi og þjónustu skrifstofu Fíh, sem er framúrskarandi.
Niðurstöður vinnuhóps b. um hvernig má efla starfsemi fagdeilda?
Húsnæði
Fínt og vel nýtanlegt
Styrkir
Gæti félagið styrkt stjórnarmenn í fagdeild sem búa út á landi til að koma á fundi? Reglurnar í dag taka ekki á þessu. Innlenda verkefnið gæti verið aukin tengsl við landsbyggðina.
Mætti hækka innlenda styrkinn? Fulltrúar í umræðuhópnum sáttar við upphæðina.
Erlendur styrkur. 120000 krónur fara mjög fljótt ef fagdeildin er í alvöru erlendu samstarfi. Þyrfti að vera hærri.
Ósóttir styrkir. Ekki rætt frekar.
Nýjir stjórnarmenn kunna ekki reglur. Þær þurfa að vera aðgengilegar t.d. á vefnum.
Ekki verið að vinna vinnu sem kostar peninga og því eru styrkir ekki sóttir. Fagdeildir sækja um styrk ef ske kynni, ekki víst að verði af verkefninu og þá koma ekki reikningar.
Á styrkupphæð að vera sú sama óháð stærð fagdeilda? Ekki óeðlilegt að eitthvað sé tekið tillit til stærðar fagdeildarinnar en ekki vilji til að fara sömu leið og hjá svæðisdeildum.
Þjónusta
Handbók fagdeilda. Mætti gefa út eitthvað slíkt til að auðvelda þeim sem koma inn í stjórn að gera sér grein fyrir hvað það er sem Fíh gerir til að styrkja fagdeildir. Gæti aukið samfellu í starfi fagdeilda.
Geta leitað ráðgjafar t.d. þegar nýjar fagdeildir koma upp sem ná til félagsmanna innan annarra fagdeilda.
Ef ekki áhugi á starfi fagdeilda er þá þörf?
Gagnlegra að nýta sérhæfinguna.
Félagið haldi utan um meðlimaskrá. Mjög gagnlegt fyrir fagdeildirnar.
Kynning á deildum í tímariti. Einfalt – gæti komist fyrir á einni opnu. T.d. Fagdeildin heitir þetta, hverjir geta orðið félagar, og hvernig maður ber sig að þvi að gerast félagi.
Fjarfundabúnaður. Gott að geta nýtt hann.
Gott viðmót skrifstofu - hjálplegar og liðlegar
Efla samstarf fagdeilda
Sameiginlegir fræðslufundir.
Félagið ætti að kalla saman alla formenn á fund x1 á ári.
Sameina/regnhlíf yfir fagdeildir sem heyra saman.
Starfsreglur fagdeilda; ekki allar deildir sem taka öll markmiðin upp en þau eru leiðbeinandi.
Muna að fagdeildir eiga að vera ráðgefandi við stjórn félagsins. Hjá fagdeildunum liggur sérhæfingin.
Stórfækkar í fagdeildum í Skandinavíu.
Nýjir meðlimir - hvernig er náð til þeirra, bæklingur, námsstefna, kynnt í aðlögunarprógrammi á viðkomandi fagsviði.
Niðurstöður vinnuhóps c. Um starfsáætlanir svæðisdeilda
Um hefðbundinn fund var um að ræða þar sem formaður settist niður með formönnum svæðisdeilda. Mættir voru fulltrúar frá deildum: Norðurlands vestra Margrét Stefánsdóttir, Suðurnesja Íris Dröfn Björnsdóttir, Vesturlands Rannveig Björk Gylfadóttir, Norðurlands eystra Þorbjörg Jónsdóttir, Vestfjarða Hildur Elísabet Pétursdóttir, Austurlands Elín Hjaltalín Jóhannesdóttir. Fundin sat að þessu sinni Pálína Sigurjónsdóttir frá öldungadeildinni. Það vantaði því fulltrúa frá deild Suðurlands, Vestmannaeyja og Reykjavíkur.
Farið var yfir starfsemi svæðisdeilda á árinu og er starfsemi þeirra nokkuð mismunandi. Sumar eru með áherslu á fræðslu meðan aðrar leggja meiri áherslu á félagsleg tengsl hjúkrunarfræðinga á svæðinu. Allar eru með einhverja blöndu af bæði fræðslu og skemmtun. Hvað fræðslu varðaði þá fannst þeim góð hugmynd að félagið hefði milligöngu um fyrirlesara og efni sem gæti farið á milli svæðisdeilda. Almenn ánægja var með þá þjónustu sem Fíh veitir þeim og þessa tvo árlegu fundi sem þær hafa til að hittast með formanni. Þær óskuðu eftir að á næsta félagsráðsfundi hefðu þær tækifæri til að ræða fjármál svæðisdeilda. Þær voru hvattar til að senda inn uppfærðar upplýsingar um svæðisdeildirnar og nýta sér vefsíðu Fíh www.hjukun.is
Niðurstöður vinnuhóps d. um nefndir innan Fíh, starfsreglur nefnda og samskipti við stjórn Fíh.
Mætt voru: Eygló Ingadóttir (ritaði fundargerð), Sigrún
Gunnarsdóttir, Helga Bragadóttir, Guðbjörg Guðmundsdóttir og Þóra
Árnadóttir
Samkvæmt lögum félagsins ber nefndum að senda skýrslu um störf sín á
tveggja ára fresti.
Siða og sáttanefnd hefur lengi verið starfandi. Í formannstíð ÁM var
mikið starf, t.d. vegna gagnagrunnsfrumvarpsins. Síðar var áhugi á
nefndastarfi innan SSN um siðamál en þáverandi formaður (HS) taldi að
félagið hefði ekki efni á því. Nú er nefndin óvirk enda berast engin
erindi frá stjórn.
Vinnuverndarnefnd sá t.d. um dagskrá á fundi félagsins í fyrra. Í
nefndinni er fagfólk sem hefur vinnuvernd að atvinnu. Allt í einu
gerir hjúkrunarfélagið netkönnun á ofbeldi gegn hjúkrunarfræðingum án
þess að ræða það við nefndina.
Nefndarmenn segja þetta dæmi um tengslaleysi stjórnar og starfsmanna
Fíh.
Fræðslunefnd: Sá t.d. um bás á sýningunni í Egilshöll í byrjun
september. Allt utanumhald vegna þess kostaði það gífurlega mikla vinnu.
Fræðslunefnd lagði mikla vinnu í að búa til spurningar fyrir
könnun félagsins í fyrra. Síðan var aðeins lítill hluti spurninganna
nýttur og ekki valið úr í samráði við nefndarmenn. Þar af leiðandi
nýttust upplýsingarnar úr könnuninni ekki.
Sama segja nefndarmenn úr ritstjórn ritrýnna greina.
Stjórn ritrýndra greina vinnur mjög mikið og stundum finnst þeim þær
ekki vita „hver sé í vinnu hjá hverjum” og eru óánægðar með samstarf
við ritstjóra.
Fundarmönnum finnst vanta meiri gagnkvæm tengsl við stjórn, t.d. með
föstum fundum. Virkar nefndir ættu að funda a.m.k. tvisvar á ári með
stjórn og aðrar nefndir einu sinni á ári.
Stjórn þarf að hafa meira samráð við nefndir þegar mál koma upp sem
snerta þeirra sérsvið. Stjórn og starfsmenn Fíh þurfa að virða
sérþekkingu nefndarmanna. Til hvers eru nefndirnar annars?
Nægir eru starfsmenn Fíh. Kannski minnka tengslin með fleiri
starfsmönnum? Hver félagsmaður borgar mikið til Fíh. Er stjórn og
skrifstofa Fíh farin að snúast um sig sjálfa? Er þetta orðin
einhverskonar stofnun? Nefndir fá ekki næga umbun fyrir störf sín og
fá litla þjónustu frá félaginu. Starfsmenn eiga að snúast í
kringum nefndirnar. Einnig þurfa nefndir að fá umbun fyrir störf sín.
Einnig hefur komið fyrir að erindum hafi ekki verið sinnt og nefnd
dæmi um það.
Kannski þyrfti að ráða hjúkrunarfræðinga í stuttan tíma í einu til
tímabundinna verkefna, til þess að auka tengsl „félagsins” við
raunveruleikann.
Ef mikil vinna fellur á nefndir, er mikilvægt að sú vinna sé borguð.
Einnig má athuga hvort það þurfi allar þessar nefndir, alla vega ef
þær eru ekki nýttar.
Einhverjar nefndir hafa þegar gert sér starfsreglur.
- Halla Grétarsdóttir starfandi formaður fer yfir fundinn og notar um leið tækifærið til að minna á jólaboð 8. desember, félagsráðsfund þann 16. febrúar og fulltrúaþing þann 3.-4. maí 2007 Hún þakkaði fulltrúum á félagsráðsfundi fyrir góðan fund og sleit fundi kl. 16:00.
Jón Aðalbjörn Jónsson, ritari stjórnar Fíh ritaði fundargerð eftir minnispunktum stjórnenda umræðuhópa.