Hjukrun.is-print-version

29. fundur stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2005 - 2007

RSSfréttir
16. október 2006

Haldinn að Suðurlandsbraut 22 þann 16. október 2006 kl. 12.00



Mættir: Halla Grétarsdóttir Starfandi formaður, Elín Ýrr Halldórsdóttir 2.varaformaður, Eygló Ingadóttir gjaldkeri, Jón Aðalbjörn Jónsson  ritari, Ingibjörg Sigmundsdóttir meðstjórnandi, Hrund Helgadóttir meðstjórnandi, Hólmfríður Kristjánsdóttir varamaður og Fríða Björg Leifsdóttir varamaður

Til afgreiðslu:

  1. Fundargerð síðasta fundar og vinnufundar.
    Samþykkt
  2. Gæðaskjöl vegna alþjóðastarfs.
    Gæðaskjal F001, samþykkt með breytingum.
    Gæðaskjal F002, hafnað. Endurskoðast fyrir næsta fund ásamt reglum um ferðir á vegumfélagsins.
    Gæðaskjal F003, Samþykkt með breytingum við lið 3.4.
  3. Endurskoðun á starfsreglum stjórnar.
    Starfreglur stjórnar endurskoðaðar. Breytingar gerðar á liðum um Formann og 1. varaformann.
    Við texta um formann bætist eftir annarri setningu:

    ”Formaður er fulltrúi Fíh í stjórn SSN.”  Greinin er að öðru leiti óbreytt.
    Við texta um 1. varaformann bætist eftir 1. setningu:
    ”1. varaformaður tekur að sér öll störf formanns í leyfum hans, telji stjórn þess þörf.”
    og sem lokasetning textans:
    ”1. Varaformaður er varamaður formanns í stjórn SSN.”  Greinin er að öðru leiti óbreytt.
  4. Erindi frá ritstjóra
    Frestað..
  5. Erindi frá stjórn Rannsóknarstofnunar í hjúkrunarfræði.
    Tillaga um að breyta fyrri ákvörðun stjórnar um þátttöku í styrktarsjóði Ingibjargar R, Magnúsdóttur og greiða framlag til sjóðsins þrátt fyrir að skilyrðum um lágmarsfjárhæð hafi ekki verið náð, borin undir atkvæði. Fylgjandi: Einn.  Mótfallnir: Sjö. Tillagan er felld.
  6. Kaup á GoPro skjalastjórnunarkerfi.
    Frestað
  7. Skipurit Reykjalundar
    Frestað

Til umræðu:

  1. Félagsráðsfundur.
    Starfandi formaður gerir grein fyrir fundinum.  Farið var yfir þá punkta sem komu út úr hópastarfi.  Niðurstöður hópvinnunnar verður nýtt við gerð starfsáætlunar 2007-2009. 
    Stjórn samþykkir að fela starfandi formanni að leita leiða til að efla samskipti milli skrifstofu og nefnda félagsins.
  2. Ofbeldiskönnun Fíh.
    Umræða um  ofbeldiskönnunina sem og forsendur hennar og niðurstöður.  Jafnframt umræða um hvernig staðið skuli að könnunum í framtíðinni.
  3. Erindi frá hjúkrunarforstjórum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
    Farið yfir erindið og það kynnt frá sjónarhorni hjúkrunarforstjóranna.  Starfandi formaður gerir grein fyrir forsögu málsins og forsendum þess. 
    Starfandi formanni falið að senda erindi til Heilsugæslunnar í Reykjavík, LH og LSR  um áhrif nafnabreytingar á starfi hjúkrunarforstjóranna.
  4. Styrktarsjóður BHM.
    Starfandi formaður gerir grein fyrir stöðu mála vegna stjórnarsetu fyrrverandi starfsmanns Fíh.
    Samþykkt að leita eftir því að fulltrúaráðsfundi sjóðsins verði flýtt.  Jafnframt leitað eftir því við BHM hvort þessi fyrrverandi starfsmaður hafi þegið laun fyrir starfsframlag sitt þar.
  5. Kjarasamningur við Reykjavíkurborg – Helga Birna hagfræðingur kemur á fundinn.
    Erindinu frestað

Til kynningar:

  1. Mannekla í hjúkrun og fjölgun nemenda í hjúkrunarfræði.
    Málið og staða þess kynnt. Rætt um kynningarátak og hvernig best sé að því staðið að kynna hjúkrun fyrir væntanlegum nemendum.
  2. Aukaaðild hjúkrunarnema að Fíh.
    Samþykkt að bjóða nemum sem eiga aðild að félaginu til námskeiðs um framkomu í fjölmiðlum, en það voru sterkar raddir um slíkt námskeið.
  3. Erindi frá ljósmæðrum/hjúkrunarfræðingum vegna auðkenniskorta.
    Starfandi formaður mun hafa samband við Hjúkrunarforstjóra HR vegna málsins.
  4. Hreyfing fyrir alla – samráð um tilraunaverkefni.
  5. Erindi frá stefnumótunarnefnd BHM.
    Ákveðið að leita frekari skýringa á erindinu til BHM
  6. Erindi frá Persónuvernd.
    Erindið verður rætt við Siða og sáttanefnd.
  7. Önnur mál.

-     Hrund Helgadóttir gerir grein fyrir fundi samninganefndar Tryggingastofnunar og Karitas. Umræða um mögulegar leiðir varðandi vinnubrögð og orðafar á fundi sem þessum.  Hrund kynnti stöðu sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðinga og hvernig laun þeirra hafa þróast.  

Fundi slitið kl. 16.10

Fundargerð ritaði Jón Aðalbjörn Jónsson, ritari stórnar.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála