Hjukrun.is-print-version

Ályktun frá Fagdeild heilsugæsluhjúkrunarfræðinga

RSSfréttir
8. nóvember 2006
Reykjavík 8 nóvember 2006

Ályktun frá Fagdeild heilsugæsluhjúkrunarfræðinga

Stjórn Fagdeildar heilsugæsluhjúkrunarfræðinga harmar þá ákvörðun að leggja núverandi starfsemi Miðstöðvar mæðraverndar niður. Með þessari ákvörðun er samningi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og LSH frá árinu 2000 og gilda átti til ársins 2009 rift. Öflugt starf hefur farið fram á Miðstöðinni frá því hún var stofnuð árið 2000, þar sem fjöldi verðandi foreldra hefur notið góðs af. Góð samvinna og samfella í mæðravernd hefur einnig verið milli Miðstöðvarinnar og ljósmæðra á heilsugæslustöðvunum. Þessi róttæka breyting á meðgönguvernd kvenna í áhættuhóp er tekin með mjög skömmum fyrirvara og veldur það miklu óöryggi og óvissu hjá þeim. Með flutningi þjónustunnar á kvennadeild LSH er um afturhvarf til fortíðar að ræða þar sem meðganga kvenna er færð úr heilsuverndar umhverfi yfir á spítala og þar með sjúkdómavædd. Óskar Fagdeild heilsugæsluhjúkrunarfræðinga eftir því að ákvörðun þessi verði endurskoðuð af þeim sem að þessu hafa staðið og unnið verði að farsælli lausn sem allir geta sætt sig við.

Stjórn Fagdeildar heilsugæsluhjúkrunarfræðinga.



Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála