Hjukrun.is-print-version

31. fundur stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2005 - 2007

RSSfréttir
13. nóvember 2006

Haldinn að Suðurlandsbraut 22 þann 13. nóvember 2006 kl.13.30

 

Mættir: Halla Grétarsdóttir Starfandi formaður, Elín Ýrr Halldórsdóttir 2.varaformaður, Eygló Ingadóttir gjaldkeri, Jón Aðalbjörn Jónsson  ritari, Ingibjörg Sigmundsdóttir meðstjórnandi, Hrund Helgadóttir meðstjórnandi og Hólmfríður Kristjánsdóttir varamaður

 

Til afgreiðslu:

  1. Fundargerð síðasta fundar.
    Samþykkt
  2. Niðurstöður vinnuhópa og ályktanir Hjúkrunarþings.
    Ályktanir hjúkrunarþings verða sendar formönnum hópa til frekari meðhöndlunar og úrvinnslu.   Umræða um fréttaflutning ritstjóra og hvernig hann getur flutt fréttir af þinginu án viðveru þar.  Halla mun ræða við ritstjóra um málið.
    Umræða um ályktanir og hvernig skuli staðið að gerð þeirra og birtingu.  Vinna þarf gæðaskjal um þetta ferli.  Jafnframt umræða um að afrit ályktana deilda félagsins sé ávallt sent til félagsins áður en það er sent fjölmiðlum eða öðrum viðtakendum.
  3. Gæðaskjöl um ferðir á vegum Fíh.
    Umræða um tryggingakafla. 
    Samþykkt með smávægilegum breytingum.
  4. Jólastyrkur Fíh.
    Tillaga Starfandi formanns um að styrkja sama málefni og árið 2005 Girl Child Fund borin undir atkvæði.
    Tillagan er samþykkt með 5 atkvæðum gegn 1.  Hólmfríður Kristjánsdóttir situr hjá.
    Bókun 1: Ritari óskar bókunar vegna atkvæðis síns gegn tillögunni.

Til umræðu:

  1. Starfsmannamál Fíh.
    Umræða um stöðu í starfsmannamálum vegna forfalla.
  2. Kjararáðstefna.
    Ritari kynnir hugmynd sína um að Fíh boði til kjararáðstefnu, sem marki að jafnaði upphaf vinnu að næstu samningum.  Hugmyndin er að ráðstefnan sé opin félagsmönnum auk þess sem kjaranefnd og samninganefnd komi að undirbúningi hennar.  Á ráðstefnunni og í aðdraganda hennar yrði kallað eftir hugmyndum félagsmanna beint um kröfur til samninga og á ráðstefnunni lagðar línur fyrir stjórn um hvernig staðið skuli að samningamálum.
    Umræða um hugmyndina.
  3. Fjölgun fagdeilda.
    Frestað
  4. Tímarit Fíh ritstjóri og varaformaður ritnefndar koma á fundinn.
    Valgerður Katrín Jónsdóttir og Christer Magnússon fara yfir áhersluatriði úr: “Fjárhagsáætlunar Tímarits hjúkrunarfræðinga, tekjur og gjöld tímaritsins o.fl.” sem send voru stjórn dagsett 24. október 2006.
    Umræða um tillögur ritnefndar og hugmyndir stjórnar.  Stjórn mun taka tillögurnar til frekari athugunar við gerð fjárhagsáætlunar Fíh.

Til kynningar:

  1. Punktar frá síðasta EFN fundi
    Vigdís Hallgrímsdóttir kemur á fundinn og kynnir gögn frá EFN fundi í Madeira fyrir stjórn.
  2. Önnur mál.

-         Námskeið fyrir stjórn um lestur ársreikninga verður haldið þann 8. janúar 2007 Sólveig Stefánsdóttir fjármálastjóri mun standa fyrir námskeiðinu.  Að námskeiðinu loknu fer fram áður boðaður stjórnarfundur.

-         Tillaga starfandi formanns um að taka tilboði Loftleiða vegna jólafundar samþykkt.

-         Umsókn Siða- og sáttanefndar um þátttöku á norrænum samstarfsfundi.
Samþykktur ferðakostnaður vegna eins þátttakanda skv. reglum um greiðsluþátttöku Fíh.

-         BHM
Framkvæmdastjóri BHM hefur lagt fram tillögu um að lögfræðingur, sem nú hefur verið ráðinn í hálft starf hjá BHM, verði staðsettur á skrifstofu Fíh ákveðna daga vikunnar.
Stjórn lýsir ánægju með hugmyndina og felur Starfandi formanni að vinna frekar úr framkvæmd þessa máls.

Bókanir:

Bókun 1: Ritari er andvígur því að jólastyrkur Fíh, sé veittur til sama málefnis 2 ár í röð. Það stangast á við fyrri ákvörðun stjórnar um að nota það fé, sem annars hefði farið í útsendingu jólakorta, til að styrkja mismunandi þurfandi málefni, þess vegna segi ég nei við tillögunni .

Fundi slitið kl. 16.13

Fundargerð ritaði Jón Aðalbjörn Jónsson, ritari stjórnar.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála