Haldinn að Suðurlandsbraut 22 þann 27. nóvember 2006 kl.13.30
Mættir: Halla Grétarsdóttir Starfandi formaður, Elín Ýrr Halldórsdóttir 2.varaformaður, Eygló Ingadóttir gjaldkeri, Jón Aðalbjörn Jónsson ritari, Ingibjörg Sigmundsdóttir meðstjórnandi og Hólmfríður Kristjánsdóttir varamaður
Til afgreiðslu:
- Fundargerð síðasta fundar.
Samþykkt. - Starfsmannamál Fíh.
Halla gerir grein fyrir stöðu starfsmannamála. Hjúkrunarfræðingur með umsjón faglegra málefna er farin frá vegna veikinda. Farið yfir þau verkefni sem fyrir liggja og hvernig því skuli háttað að leysa þau. Tilboð liggur fyrir frá ritara um að koma til starfa um miðjan desember fram til janúarloka, þyki stjórn það vænlegur kostur. Jón víkur af fundi meðan tillagan er rædd.
Samþykkt að Formaður taki upp viðræður við ritara um þetta. - Tillögur að auknu samstarfi við nefndir Fíh.
Halla hefur eftir fulltrúaráðsfundinn verið í miklu sambandi við formenn nefnda félagsins. Í framhaldi af þessu mun nefndunum verða sent bréf með tillögum um aukið samstarf nefnda félagsins. Formaður mun funda með formönnum nefnda. - Skipan undirbúningsnefndar vegna málþings um menntunarmál hjúkrunarfræðinga.
Lagt til að Hólmfríður Kristjánsdóttir varamaður sitji í nefndinni, auk fulltrúa úr fræðslunefnd. - Skipan nefndar til að skoða kostnaðarhlutdeild sjúklinga.
Formanni falið að útfæra framkomnar tillögur um fulltrúa í nefndina frekar.
Til umræðu:
- Fjölgun fagdeilda.
Umræða um hvaða forsendur þurfi að vera uppfylltar til að stofna fagdeild. Umræðan er tilkomin vegna stofnfundar Fagdeildar nýrnahjúkrunarfræðinga, sem ritara þykir eðlilegra að heyri undir Fagdeild tengdri þvagfærahjúkrun. Umræða um mótun vinnureglna um stofnun fagdeilda.
- Tryggingar Fíh.
Fjármálastjóra falið að fara yfir tryggingar félagsins og m.a.,. ganga frá tryggingum fyrir fartölvur félagsins.
Til kynningar:
- Frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu.
Eru í vinnslu til umsagnar hjá starfandi formanni, gjaldkera, ritara og deild hjúkrunarstjórnenda. - Frumvarp til laga um embætti landlæknis
Eru í vinnslu til umsagnar hjá starfandi formanni, gjaldkera, ritara ásamt siða- og sáttanefnd og deild hjúkrunarstjórnenda. - Frumvarp til laga um almannatryggingar og málefni aldraðra.
Eru í vinnslu til umsagnar hjá Fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga, Öldungadeild, Formanni og hagfræðingi félagsins sem fulltrúum í stjórn lífeyrissjóðs. - Tillaga til þingsályktunar um nýja framtíðarskipan lífeyrismála.
Eru í vinnslu til umsagnar hjá Fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga, Öldungadeild, Formanni og hagfræðingi félagsins sem fulltrúum í stjórn lífeyrissjóðs. - Önnur mál.
- Tímarit hjúkrunarfræðinga
Halla kynnir stuttlega stöðu mála eftir fund ritnefndarfulltrúa og ritstjóra með stjórn. Ritstjóra falið að ræða tillögur sínar um breytingar með ritnefnd og ritstjórn ritrýndra greina. M.a. hugmynd um að halda námskeið um ritun fræðslugreina.
- Fjármál
Starfandi formaður kynnir kröfur fyrrverandi fjármálastjóra í gegn um Huggarð. Stjórnarmenn eru sammála um að ekki komi til greina að mæta kröfum um viðbótarþóknun vegna yfirvinnu, enda liggi ekki fyrir samþykki formanns fyrir yfirvinnu, eins og gert er ráð fyrir í ráðningarsamningi.
Gjaldkeri greinir frá nýjum vinnuferlum og fjármálaupplýsingum frá nýjum fjármálastjóra.
- Kynningarátak.
Elín Ýrr leggur til að kannað verði hvað kosti að gera minnislykla sem hafi að geyma upplýsingar um félagið, sem gefa megi t.d. hjúkrunarnemum.
Huga þarf að ímyndarátaki á ný.
Fundi slitið kl. 15.15
Fundargerð ritaði Jón Aðalbjörn Jónsson, ritari stjórnar.