Hjukrun.is-print-version

Umsögn um frumvarp til laga

RSSfréttir
30. nóvember 2006

Nefndasvið Alþingis

Austurstræti 8-10

150 Reykjavík

                                                                       Reykjavík 30. nóvember 2006

Efni: Umsögn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu.

Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) hefur fjallað um frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu. Meginathugasemdir stjórnar Fíh snúa að því að allur þriðji kafli laganna undanskilur allar þær stofnanir sem ekki eru reknar af ríkinu en eru þó fjármagnaðar að nær öllu leyti af ríkinu. Í þeim kafla er m.a. greinar um faglega ábyrgð, framkvæmdastjórnir og fagráð.

Stjórn Fíh vill koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum og breytingatillögum vegna frumvarpsins.

I. KAFLI

4. gr. Skilgreiningar.

             4. Heilsugæsluþjónusta: Almennar lækningar, hjúkrun, heilsuvernd,       mæðravernd og önnur heilbrigðisþjónusta sem veitt er á vegum    heilsugæslustöðva.

            5. Almenn sjúkrahúsþjónusta: Almennar (lyf – tekið burt)lækningar, hjúkrun,       slysamóttaka, endurhæfing og nauðsynleg stoðdeildarþjónusta.

Lögð er rík áhersla á að bætt verði inn skilgreiningu á eftirfarandi: göngudeild, dagdeild, endurhæfingarstofnun og meðferðarstofnun.

III. KAFLI

Í III. kafla eru fjölmörg ákvæði sem einungis eiga við ríkisreknar stofnanir en ekki einkareknar, en þó er gert ráð fyrir að leyfi til einkarekinnar þjónustu sé háð reglugerðum og eftirliti um faglegar kröfur. Eðlilegt er að samræma kröfur til opinbers reksturs og einkareksturs ein og hægt er.

Stjórn heilbrigðisstofnana.

8. gr. Gildissvið

            Ákvæði þessa kafla eiga við um heilbrigðistofnanir sem ríkið rekur, eða eru       reknar á grundvelli samnings skv. VII. kafla.

9. gr. Forstjórar heilbrigðisstofnana.

            Mikilvægt er að gerð sé krafa til forstjóra að þeir hafi háskólapróf og hafi          þekkingu á heilbrigðisþjónustu og rekstri.

            Í síðustu málsgrein verði bætt við eftirfarandi: Forstjóri ræður starfsfólk             heilbrigðisstofnana í samráði við faglega yfirmenn.       

IV. KAFLI

15. gr. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins.

            Lagt er til að önnur málsgrein hefjist á:  Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og Háskóli Íslands skulu gera með sér samning um samstarf.   .... rétt eins og             milli HÍ og Landspítalans.

17. gr. Heilsugæslustöðvar.

            Í þessari grein eru tilgreind yfirlæknir og yfirhjúkrunarfræðingur hjá         heilsugæslunni. Þetta er breyting frá núgildandi lögum þar sem yfirmenn       hjúkrunar á heilsugæslustöðvum hafa starfsheitið hjúkrunarforstjóri. Þó starfsheitið breytist þarf að tryggja að ábyrgð og vald þessa yfirmanns hjúkrunar     haldist óbreytt.

            Þar sem verið er að leitast við að samræma sem mest stöðuheiti milli     heilbrigðisstofnana í þessu frumvarpi er eðlilegt að rætt sé um að stjórnendur     hjúkrunar á sjúkrahúsum á sama stað í skipuriti og yfirhjúkrunarfræðingar á             heilsugæslustöðvum  og að þeir séu og kallaðir yfirhjúkrunarfræðingar.

18. gr. Umdæmissjúkrahús.

            Skýra þarf betur hlutverk umdæmissjúkrahúsa og hvernig á að útfæra   fyrirhugað samstarf sem nefnt er milli sjúkrahúsa og heilsugæslu í greininni.

V. KAFLI

21. gr. Sjúkrahúsið á Akureyri.

            2. annast starfsnám háskólanema í heilbrigðisvísindagreinum við Háskólann á   Akureyri og aðrar háskólastofnanir. Þrátt fyrir að Sjúkrahúsið á Akureyri       annist í dag starfsnám háskólanemenda við HA er óæskilegt að takmarka             starfsnám við    sjúkrahúsið við einungis einn háskóla til frambúðar.

VI. KAFLI

24. gr. Faglegar kröfur til reksturs heilbrigðisþjónustu.

            Lagt er til að bæta verði inn kröfu um skráningu, bæði skráningu í sjúkraskrá     og sértæk skráning s.s. atvikaskrá/mistaka.

26. gr. Skilyrði fyrir starfrækslu heilbrigðisþjónustu.

            Í annarri málsgrein bætist við eftirfarandi: Landlæknir staðfestir hvort     fyrirhugaður rekstur heilbrigðisþjónustu uppfylli faglegar kröfur og önnur           skilyrði í heilbrigðislöggjöf, hvort heldur um er að ræða væntanlega   starfsemi eða   þegar ráðherra endurnýjar samninga við      heilbrigðisstofnanir.

VIII. KAFLI

33. gr. Gjaldtaka fyrir heilbrigðisþjónustu.

            Stjórn Fíh hvetur til þess að innheimta og gjaldtaka í heilbrigðisþjónustunni        verði tekin til endurskoðunar þar sem víða gætir ósamræmis og reglur           ómarkvissar. Innheimta og gjaldtaka í heilbrigðisþjónustunni hefur ekki haldið    í við þá þróun    sem orðið hefur í heilbrigðisþjónustunni. Dæmi um þetta er        ósamræmi í greiðsluþátttöku á göngu og dagdeildum. Stjórn Fíh lýsir sig         reiðubúna til þess að taka þátt í þeirri vinnu með yfirvöldum.

35. Stöðunefnd framkvæmdastjóra hjúkrunar.

            Greinin ætti að vera alveg samhljóma við 34. gr. Stöðunefnd lækna þar sem      ekki eru neinar forsendur fyrir mun á umsagnarhlutverki stöðunefndanna       tveggja. Lagt    er til að greinin beri heitið Stöðunefnd hjúkrunarfræðinga og       taki eftirfarandi breytingum: .....er metur faglega hæfni umsækjenda um stöður        framkvæmdastjóra hjúkrunar og annarra stjórnenda hjúkrunar á            heilbrigðisstofnunum sem ríkið rekur.

38. gr. Breytingar á öðrum lögum.

            1. liður. Þrátt fyrir ákvæði 2. tölul. 1. mgr. Er heimilt að vista einstaklinga sem    eru yngri en 67 ára ................. Hér þarf að afmarka aldur skýrar og binda við          60-67 ára aldur. Ekki er forsvaranlegt að ungt fólk dvelji á öldrunarstofnunum             sökum þess að annað vistunarúrræði er ekki til!

 Virðingarfyllst,

                                   F.h. stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga,

                                              

                                  

                                   ___________________________________

Halla Grétarsdóttir, starfandi formaður

Umsögnin er unnin af stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og stjórn Deildar hjúkrunarstjórnenda

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála