Hjukrun.is-print-version

34. fundur stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2005- 2007

RSSfréttir
8. janúar 2007

Haldinn að Suðurlandsbraut 22 þann 8. janúar 2007 kl.13.30

Mættir: Elsa B. Friðfinnsdóttir formaður, Elín Ýrr Halldórsdóttir 2.varaformaður, Jón Aðalbjörn Jónsson  ritari, Ingibjörg Sigmundsdóttir meðstjórnandi, Hrund Helgadóttir meðstjórnandi, Fríða Björg Leifsdóttir varamaður og Hólmfríður Kristjánsdóttir varamaður

Til afgreiðslu:

  1. Fundargerð síðasta fundar.
    Samþykkt
  2. Styrkbeiðni frá Endurlífgunarráði Íslands.
    Erindinu hafnað en formanni falið að benda á möguleika á nýtingu starfsmenntunarsjóða.
  3. Tilboð um kaup á ársskýrslu Fjölmiðlavaktarinnar.
    Hafnað
  4. Tilnefning fulltrúa Fíh í stjórn Samtaka heilbrigðisstétta.
    Umræða um aðild Fíh að þessum samtökum. 
    Samþykkt að Fíh tilnefni fulltrúa í stjórn og að þeim fulltrúa verði falið að skoða sérstaklega hag félagsins af aðildinni næsta árið.
  5. Gæðaskjal – Álit nefnda og fagdeilda.
    Samþykkt með breytingum á texta lýsingar liðar 3.2.
  6. Tímabundin ráðning Jóns Aðalbjörns Jónssonar.
    Jón víkur af fundi.
    Samþykkt tímabundin verkefnaráðning. Formaður mun ganga frá ráðningarsamningi.

Til umræðu:

  1. Tillaga um þriggja funda röð með hjúkrunarfræðingum vorið 2007.
    Formaður kynnir tillögu um fundi um manneklu, kjaramál og menntunarmál á árinu 2007
    Samþykkt að halda tvo opna fundi með hjúkrunarfræðingum en að málþing verði haldið um menntunarmál með Fríðu B. Leifsdóttur sem formann og Vigdísi Hallgrímsdóttur sem starfsmann undirbúningsnefndarinnar

  2. Undirbúningur fulltrúaþings Fíh 3. – 4. maí 2007.
    Samþykkt að breyta dagsetningu þingsins í 7. og 8. maí. 
    Umræða um undirbúning vegna þingsins s.s. félagsgjöld og alla uppbyggingu félagsins.

Til kynningar:

  1. Fundur með 4. árs hjúkrunarfræðinemum í H.Í. þriðjudaginn 16. janúar 2007.
  2. Námspláss í sumarskóla EANS.
    Verður sett á vefsvæðið til kynningar.
  3. Tilnefning fulltrúa Landlæknisembættisins í nefnd um úttekt á kostnaðarhlutdeild sjúklinga í heilbrigðisþjónustu.
  4. Gengið hefur verið frá ótímabundinni ráðningu Sólveigar Stefánsdóttur fjármálastjóra.
  5. Önnur mál.

-         Námsleyfi formanns
Formaður kynnir tillögu að breytingum á afgreiðslu stjórnar á veittu námsleyfi á vorönn 2007

-         Stofnun kórs hjúkrunarfræðinga
Frestað vegna fjarveru framsögumanns.

Fundi slitið kl. 15.15

Fundargerð ritaði: Jón Aðalbjörn Jónsson, ritari stjórnar Fíh.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála