8.
janúar 2007
Haldinn að Suðurlandsbraut 22 þann 8. janúar 2007 kl.13.30
Mættir: Elsa B. Friðfinnsdóttir formaður, Elín Ýrr Halldórsdóttir 2.varaformaður, Jón Aðalbjörn Jónsson ritari, Ingibjörg Sigmundsdóttir meðstjórnandi, Hrund Helgadóttir meðstjórnandi, Fríða Björg Leifsdóttir varamaður og Hólmfríður Kristjánsdóttir varamaður
Til afgreiðslu:
- Fundargerð síðasta fundar.
Samþykkt - Styrkbeiðni frá Endurlífgunarráði Íslands.
Erindinu hafnað en formanni falið að benda á möguleika á nýtingu starfsmenntunarsjóða. - Tilboð um kaup á ársskýrslu Fjölmiðlavaktarinnar.
Hafnað - Tilnefning fulltrúa Fíh í stjórn Samtaka heilbrigðisstétta.
Umræða um aðild Fíh að þessum samtökum.
Samþykkt að Fíh tilnefni fulltrúa í stjórn og að þeim fulltrúa verði falið að skoða sérstaklega hag félagsins af aðildinni næsta árið. - Gæðaskjal – Álit nefnda og fagdeilda.
Samþykkt með breytingum á texta lýsingar liðar 3.2. - Tímabundin ráðning Jóns Aðalbjörns Jónssonar.
Jón víkur af fundi.
Samþykkt tímabundin verkefnaráðning. Formaður mun ganga frá ráðningarsamningi.
Til umræðu:
- Tillaga um þriggja funda röð með hjúkrunarfræðingum vorið 2007.
Formaður kynnir tillögu um fundi um manneklu, kjaramál og menntunarmál á árinu 2007
Samþykkt að halda tvo opna fundi með hjúkrunarfræðingum en að málþing verði haldið um menntunarmál með Fríðu B. Leifsdóttur sem formann og Vigdísi Hallgrímsdóttur sem starfsmann undirbúningsnefndarinnar
- Undirbúningur fulltrúaþings Fíh 3. – 4. maí 2007.
Samþykkt að breyta dagsetningu þingsins í 7. og 8. maí.
Umræða um undirbúning vegna þingsins s.s. félagsgjöld og alla uppbyggingu félagsins.
Til kynningar:
- Fundur með 4. árs hjúkrunarfræðinemum í H.Í. þriðjudaginn 16. janúar 2007.
- Námspláss í sumarskóla EANS.
Verður sett á vefsvæðið til kynningar. - Tilnefning fulltrúa Landlæknisembættisins í nefnd um úttekt á kostnaðarhlutdeild sjúklinga í heilbrigðisþjónustu.
- Gengið hefur verið frá ótímabundinni ráðningu Sólveigar Stefánsdóttur fjármálastjóra.
- Önnur mál.
- Námsleyfi formanns
Formaður kynnir tillögu að breytingum á afgreiðslu stjórnar á veittu námsleyfi á vorönn 2007
- Stofnun kórs hjúkrunarfræðinga
Frestað vegna fjarveru framsögumanns.
Fundi slitið kl. 15.15
Fundargerð ritaði: Jón Aðalbjörn Jónsson, ritari stjórnar Fíh.