Hjukrun.is-print-version

Umsögn um drög að stefnu og framkvæmdaáætlun

RSSfréttir
9. janúar 2007

Félagsmálaráðuneytið

bt. Ragnhildar Arnljótsdóttur, ráðuneytisstjóra

Hafnarhúsinu við Tryggvagötu

150 Reykjavík

                                                                                                     Reykjavík, 9. janúar 2007

Efni: Umsögn um drög að stefnu og framkvæmdaáætlun stýrihóps um forvarnir í áfengis- og fíkniefnamálum. 

Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) þakkar fyrir að fá tækifæri til að veita umsögn um drög að stefnu og framkvæmdaáætlun um forvarnir í áfengis- og fíkniefnamálum.  Stjórn Fíh fagnar því sérstaklega að unnið skuli að heildstæðri stefnumörkun í þessum mikilvæga málaflokki enda löngu ljós þau skaðlegu áhrif sem neysla þessara efna getur haft á heilbrigði manna.

Að beiðni stjórnar Fíh kynnti fagdeild heilsugæsluhjúkrunarfræðinga sér umrædd drög sérstaklega og gerir fagdeildin ekki athugasemdir við drögin eða einstaka greinar þess, en áréttar mikilvægi þess að fylgt sé eftir því banni sem nú gildir við auglýsingum á áfengi.

Virðingarfyllst,

F.h. stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga,

________________________________________

Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála