Hjukrun.is-print-version

35. fundur stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2005 - 2007

RSSfréttir
22. janúar 2007

Haldinn að Suðurlandsbraut 22, þann 22. janúar 2007 kl. 13:30

Mættir: Elsa B. Friðfinnsdóttir formaður, Elín Ýrr Halldórsdóttir 2.varaformaður, Eygló Ingadóttir gjaldkeri, Jón Aðalbjörn Jónsson  ritari, Ingibjörg Sigmundsdóttir meðstjórnandi, Fríða B. Leifsdóttir, varamaður og Hólmfríður Kristjánsdóttir varamaður

Til afgreiðslu:

  1. Fundargerð síðasta fundar.
    Samþykkt
  2. Styrkbeiðni frá hjúkrunarfræðinemum vegna alþjóðasamstarfa.
    Samþykkt að styrkja erindið með framlagi á ársreikningi til fagdeildar námsmanna í hjúkrunarfræði sem samsvarar upphæð til fagdeilda til erlends samstarfs.
  3. Drög að rekstraráætlun vegna 2007 og 2008.
    Gjaldkeri fer yfir áætlunina og hún rædd.
    Samþykkt með þeim breytingum sem ræddar voru og gjaldkera falið að útfæra með fjármálastjóra og formanni.
  4. Tímasetningar og undirbúningur funda um mannafla og kjaramál, og málþings um menntunarmál.
    Umræða um dagsetningu og umsjónarmenn funda.  
    Samþykkt að formaður muni setja fram tillögu til stjórnar.
  5. Fulltrúar FÍH á vorfundi EFN 2007. ICN og SSN
    Samþykkt að Elín Ýrr og Vigdís Hallgrímsdóttir sæki fund EFN.  Elsa og Vigdís sækja fund SSN. Formaður kannar frekar hver mun sækja fund ICN.
  6. Tilnefning FÍH í ráðgjafahóp hjá Landlæknisembættinu um skráningu hjúkrunar.
    Samþykkt að tilnefna Eddu Jónu Jónasdóttur.
  7. Erindi frá formanni FÍH vegna afturköllunar námsleyfis vorið 2007.
    Samþykkt einróma.

Til umræðu:

  1. Ummæli um hjúkrunarfræðinga á bloggsíðu sjúklings.
    Umræða um málið. Það er í farvegi hjá lögfræðingi BHM. Erindi um aðgerðum við slíkum málum vísað til almennrar umræðu og tillögugerð til siðanefndar FÍH.  Lagt til að hún leiti samstarfs við aðrar siðanefndir.
  2. Undirbúningur fulltrúaþings FÍH 7. - 8. maí 2007.
    Umræða um minnisblað formanns um Fulltrúaþing.
    Samþykkt að stofna þrjá vinnuhópa og lagt til að þátttakendur í hópunum verði:

-          Endurskipulagning félagsins. Elsa B. Friðfinnsdóttir, Halla Grétarsdóttir, Jón Aðalbjörn Jónsson, Elín Ýrr Halldórsdóttir, Hólmfríður Kristjánsdóttir.

-          Félagsgjöld.  Helga Birna Ingimundardóttir, Eygló Ingadóttir og Sólveig Stefánsdóttir

-          Aðild að BHM.  Halla Grétarsdóttir, Herdís Sveinsdóttir, Fríða Björg Leifsdóttir

  1. Fundarefni á félagsráðsfundi FÍH föstudaginn 16. febrúar 2007.
    Formaður áframsendir frekari tillögu um tilhögun og efni fundarins.
  2. Stofnun kórs hjúkrunarfræðinga.
    Frestað

Til kynningar:

  1. Önnur mál.

-         Manneklutölur
Jón Aðalbjörn kynnir frumniðurstöður könnunar á manneklu meðal hjúkrunarfræðinga.

Skipulögðum fundi slitið kl. 15.30
Sólveig Stefánsdóttir, fjármálastjóri kemur til fundar  við stjórn og fer yfir uppsetningu ársreikninga og form þeirra.  Lokið kl 17.00

Fundargerð ritaði Jón Aðalbjörn Jónsson, ritari stjórnar.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála