Hjukrun.is-print-version

36. fundur stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2005 - 2007

RSSfréttir
5. febrúar 2007
Haldinn að Suðurlandsbraut 22 þann 5. febrúar 2007 kl. 13:30

Mættir: Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður, Halla Grétarsdóttir 1.varaformaður, Elín Ýrr Halldórsdóttir 2.varaformaður, Eygló Ingadóttir gjaldkeri, Jón Aðalbjörn Jónsson  ritari, Hrund Helgadóttir meðstjórnandi, Hólmfríður Kristjánsdóttir varamaður og Fríða Björg Leifsdóttir varamaður

Til afgreiðslu:

  1. Fundargerð síðasta fund
    samþykkt
  2. Styrkbeiðni frá 2. árs hjúkrunarfræðinemum vegna „Hjúkrun í Kenýa 2007“.
    Samþykkt að styrkja verkefnið um 50.000 kr.
  3. Styrkbeiðni vegna ACENDIO fundar.
    Samþykkt að styrkja verkefnið um allt að 15.000 krónur

Til umræðu:

  1. Greiðslur til fulltrúa í nefndum Fíh.
    Gjaldkeri gerir grein fyrir skoðun hennar og fjármálastjóra á málinu. Samþykkt að greiða þóknunn til nefndarmanna frá og með næsta fulltrúaþingi félagsins. Gjaldkera og fjármálastjóra falið að útfæra frekari reglur um þóknun nefnda með hliðsjón af reglum BHM
  2. Félagsráðsfundur Fíh föstudaginn 16. febrúar 2007.
    Formaður kynnir drög að dagskrá fundarins. Umræða um niðurstöður síðasta fundar.  Samþykkt að fela formanni og Vigdísi Hallgrímsdóttur að koma ákvörðun þess fundar í endanlega framkvæmd eða ferli.
  3. Svar söguritunarnefndar dags. 30. janúar 2007 við erindi stjórnar Fíh dags. 23. ágúst 2006.
    Formaður geri grein fyrir svari nefndarinnar og áætlun hennar. 
  4. Lögfræðiaðstoð við félagsmenn – ferill mála.
    Umræða um ferli við ákvörðun um hvernig mál fara til lögfræðinga á kostnað félagsins.

    Samþykkt að fela Vigdísi Hallgrímsdóttur að vinna gæðaskjal um málið sem lagt verður fyrir næsta fund stjórnar.
  5. Launastefna Fíh (gögn afhent á fundinum).
    Formaður fer yfir launakjör starfsmanna Fíh. Umræða um launastefnu félagsins
  6. Stofnun kórs hjúkrunarfræðinga.
    Umræða um stofnun kórs innan félagsins. Samþykkt að hvetja áhugasama hjúkrunarfræðinga til að stofna kór og veita þeim aðstöðu í sal félagsins óski þeir þess.

Til kynningar:

  1. Opnir fundir með hjúkrunarfræðingum 15. febrúar og 15. mars 2007.
    Formaður fer yfir stöðu mála.
  2. Önnur mál.

-         Vinnufundur stjórnar
Farið yfir hver dagskrá vinnufundarins verði.  Fundurinn hefst kl 10.15 og stendur til 16.00

-         Erindi frá Vísindasjóði
Gjaldkeri kynnir erindið. Vísað aftur til stjórnar Vísindasjóðs.

-         Kjarakönnun hjúkrunarfræðinga á almennum markaði.
Fríða B. Leifsdóttir kynnir drög að könnun.  Umræða um tilhögun könnunarinnar.

-         Málþing um menntunarmál
Hólmfríður Kristjánsdóttir kynnir efni málþingsins.  Ekki er tímabært að halda málþing um menntunarmál fyrr en í haust.

Fundi slitið kl. 16:10

Fundargerð ritaði Jón Aðalbjörn Jónsson, ritari stjórnar

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála