Nefndasvið Alþingis
Austurstræti 8 - 10
150 Reykjavík
Reykjavík, 15. febrúar 2007
Efni: Umsögn um frumvarp til laga um vátryggingasamninga, 387. mál, upplýsingaöflun vátryggingafélaga.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga þakkar beiðni um umsögn um frumvarp til laga um vátryggingasamninga. Beðist er velvirðingar á að ekki var unnt að virða þann skamma frest sem gefinn var til umsagnar. Siða- og sáttanefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga var undirritaðri til ráðgjafar um umsögnina.
Í frumvarpinu eru lagðar til tvær meginbreytingar. Hin fyrri lýtur að heimild vátryggingafélaga til að afla upplýsinga um heilsufar annarra en vátryggingataka, þ.e. þriðja aðila. Að flestra mati eru upplýsingar um heilsufar mjög persónulegar. Ýmis nýleg lög hafa styrkt það mat s.s. lög um réttindi sjúklinga, lög um persónuvernd og lög um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Í þeim lögum er hvergi heimild til þess að einstaklingar veiti upplýsingar um heilsufar þriðja aðila, án samþykkis viðkomandi. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga leggst því gegn því að þessi heimild verði veitt með samþykki frumvarps þessa.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga telur að síðari breytingin sem lögð er til í frumvarpinu um bann við hagnýtingu upplýsinga um erðaeiginleika manna sé mjög til bóta.
Virðingarfyllst,
F.h. stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga,
________________________________________
Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður