5.
mars 2007
Haldinn að Suðurlandsbraut 22 þann 5. mars 2007 kl.13.30
Mættir: Elsa B, Friðfinnsdóttir formaður, Halla Grétarsdóttir 1. varaformaður, Elín Ýrr Halldórsdóttir 2.varaformaður, Eygló Ingadóttir gjaldkeri, Jón Aðalbjörn Jónsson ritari, Ingibjörg Sigmundsdóttir meðstjórnandi, Hrund Helgadóttir meðstjórnandi, Fríða B, Leifsdóttir varamaður
Til afgreiðslu:
- Fundargerð síðasta fundar.
Samþykkt - Erindi frá ritnefnd Tímarits hjúkrunarfræðinga – útgáfuáætlun og fjárhagsáætlun fyrir 2007 o.fl. Formaður kynnir erindið sem er í 4 liðum
Liður 1. Útgáfuáætlun
Samþykkt
Liður 2. Fjárhagsáætlun
Liður 2.1 frestað
Liður 2.2 Verður tekinn fyrir undir lið 12 á dagskrá þessa stjórnarfundar
Liður 2.3. frestað
Liður 2.4. vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar fyrir 2007
Liður 3. frestað
Liður 4 verður tekinn fyrir undir lið 12 á dagskrá þessa stjórnarfundar - Þátttaka Fíh í rannsókninni „Öryggi í heilbrigðisþjónustu: Þekking og mannafli í hjúkrun á bráða legudeildum; verkferlar og vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða“, sem er samstarfsverkefni með LSH og SLFÍ.
Samþykkt að félagið verði aðili að verkefninu með framlagi formanns og Svövu Þorkelsdóttur. Alla aðkomu félagsins að fjármögnun þarf að sækja um taka sérstaklega fyrir hjá stjórn - Skipan fulltrúa Fíh í WENR.
Samþykkt að Herdís Sveinsdóttir prófessor, verði fulltrúi Fíh í WENR. Formaður mun skrifa skipunarbréf þar sem einnig verður kveðið á um upplýsingagjöf til stjórnar Fíh. - Skipan fulltrúa Fíh í starfshóp um „Ógnanir gegn heilbrigðisstarfsfólki“, í samvinnu við Læknafélag Íslands, Landlæknisembættið og Vinnueftirlit ríkisins.
Þátttaka Fíh í verkefninu samþykkt. Erindinu ásamt ósk um tillögu að fulltrúa Fíh verður send vinnuverndarnefnd - Skipan fulltrúa Fíh í samstarfshóp hjúkrunarfræðideilda HÍ og HA um kynningarmál.
Formaður kynnir boði um samstarf við háskólana og stofnun 3 manna hóps sem gerir forskoðun á kynningarmálum.
Samþykkt að taka þátt í 3 manna undirbúningshópi sem ætlað er að gera frekari drög að undirbúningsátaki og fjárhagsáætlun. Vigdís Hallgrímsdóttir verður fulltrúi Fíh - Mannekluskýrsla Fíh 2007.
Skýrslan endurskoðuð lögð fyrir stjórn.
Samþykkt að stjórnarmenn lesi skýrsluna yfir og skili athugasemdum til Jóns Aðalbjörns. Formaður mun vinna efnisupplýsingar úr skýrslunni fyrir fund með fjármálaráðherra. Fundinn munu sækja Elsa B. Friðfinnsdóttir, Halla Grétarsdóttir, Eygló Ingadóttir, Fríða B. Leifsdóttir og Hrund Helgadóttir
Umræða um efni fyrir fundinn. Samþykkt að fara yfir 3 efni; Mannekluskýrslu, Heimild forstöðumanna til að nýta ákvæði stofnanasamninga um álagshækkanir og 30000 króna viðbótargreiðslu skv. miðlæga kjarasamningi, Breytt verðmætamat á menntun og störfum hjúkrunarfræðinga við næstu kjarasamninga. - Erindi frá stjórn Vísindasjóðs Fíh.
Gjaldkeri flytur stjórn erindi vísindasjóðs. Umræða um erindið
Frestað til næsta fundar
Til umræðu:
- Gæðaskjal um ferli lögfræðimála hjá Fíh.
Formaður kynnir skjalið - Tillögur til breytinga á lögum Fíh hvað varðar uppbyggingu félagsins.
- Tillögur til breytinga á félagsgjöldum til Fíh.
Gjaldkeri gerir grein fyrir tillögu um að þak verði sett á félagsgjöld sem verði 60.000 á ári. Nefnd falið að skoða hvert árgjald yrði verði það fast óháð starfsprósentu. Efnið verður tekið fyrir á næsta fundi. - Þóknanir til fulltrúa í nefndum Fíh.
Farið yfir tillögu gjaldkera. Efnið verður tekið fyrir á næsta fundi .
Til kynningar:
- Endurskoðun ársreikninga Fíh.
endurskoðun reikninga félagsins er hafin. - Samkomulag um forsenduákvæði kjarasamninga fyrir árið 2006.
- Staða Fjölskyldu- og styrktarsjóðs.
Fjölskyldu og styrktarsjóður stendur illa. Hugsanlega þarf að skerða styrki úr styrktarsjóði til að greiða skuldir fjölskylduhlutans. - Önnur mál.
Fundi slitið kl 16.05
Fundargerð ritaði Jón Aðalbjörn Jónsson ritari stjórnar.