Hjukrun.is-print-version

38. fundur stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2005 - 2007

RSSfréttir
19. mars 2007

 

Haldinn að Suðurlandsbraut 22 þann 19. mars 2007 kl.13.30

Mættir: Elsa B, Friðfinnsdóttir formaður, Halla Grétarsdóttir 1. varaformaður, Elín Ýrr Halldórsdóttir 2.varaformaður, Eygló Ingadóttir gjaldkeri, Jón Aðalbjörn Jónsson  ritari, Hrund Helgadóttir,  Fríða B, Leifsdóttir varamaður

Til afgreiðslu:

  1. Fundargerð síðasta fundar.
    Samþykkt
  2. Rekstraryfirlit 2006 og fjárhagsáætlun 2007 fyrir Vísindasjóð.
    Umræða um erindi Vísindasjóðs frá síðasta fundi stjórnar.
    Erindi Vísindasjóðs frá samþykkt með fyrirvara um tímamælingu á vinnu skrifstofu við úthlutun í mars 2008.
    Rekstraryfirlit og fjárhagsáætlun 2007 samþykkt.
  3. Rekstraryfirlit 2006 og fjárhagsáætlun 2007 fyrir Starfsmenntunarsjóð.
    Samþykkt
  4. Rekstraryfirlit 2006 og fjárhagsáætlun 2007 fyrir Orlofssjóð.
    Samþykkt
  5. Mannekla í hjúkrun – skýrsla.
    Skýrslan er samþykkt til prófarkarlesturs.  Samþykkt að fá hagfræðing og ritstjóra félagsins til að lesa yfir skýrsluna.
  6. Tillögur til breytinga á lögum Fíh.
    Ritari fer yfir tillögu lagahóps ásamt greinargerð.
    Stjórn samþykkir að tillaga þessi verði stjórnartillaga til fulltrúaþings.
  7. Tillögur til breytinga á innheimtu félagsgjalda til Fíh.
    Gjaldkeri fer yfir niðurstöðu starfshóps um félagsgjöld.
    Samþykkt tillaga hópsins um óbreytt félagsgjald 1,5% af grunnlaunum en þó að hámarki  60.000 kr á ári. Einnig að lífeyrisþegar í tímavinnu verði undanþegnir félagsgjaldi.  Hópnum falið að skoða nánar samsetningu þeirra 3 hópa sem greiða lægst félagsgjöld.
  8. Tillögur til breytinga á aðild Fíh að BHM.
    1. varaformaður greinir frá vinnu nefndar um hugsanlega breytingu á aðild Fíh að BHM.  Fram kemur í máli hennar að niðurstaða sú sem nú er kynnt er eingöngu niðurstaða hennar og Fríðu B. Leifsdóttur þar sem ekki hefur tekist að ná saman allri nefndinni. Umræða um tillögur þessara nefndarmanna.
    Samþykkt að haldinn verði samráðsfundur nefndarmanna allra, formanns Fíh og hagfræðings. Lögð verði fram tillaga frá samráðsfundinum á næsta stjórnarfundi.
  9. Tilnefning fulltrúa í starfshóp vegna þýðinga og skilgreininga hugtaka í ICF flokkunarkerfi.
    Samþykkt að senda erindið til viðeigandi fagdeilda félagsins.
  10. Gæðaskjal um ferli lögfræðimála hjá Fíh.
    Samþykkt.

Til umræðu:

  1. Þóknanir til fulltrúa í nefndum Fíh.
    Formaður greinir frá fundum, umræðum og tillögu um þóknunareiningar.  Erindið verður lagt fyrir stjórn á næsta stjórnarfundi til afgreiðslu.
  2. Kjarafundur stjórnar Fíh 15. mars 2007.
    Formaður gerir grein fyrir fundinum.  Nær 200 manns sóttu fundinn í Reykjavík og um 50 manns á fjarfundum á landsbyggðinni.  Umræða um fundinn og útvarpsviðtal við hjúkrunarfræðing að morgni föstudags.

Til kynningar:

  1. Dómur Hæstaréttar í máli Hildar Stefánsdóttur.
  2. Önnur mál.

-         Könnun    frestað

-         Tillaga um kaup á húsbúnaði á skrifstofu
Formaður gerir grein fyrir niðurstöðu skoðunar á vinnuaðstöðu starfsmanna félagsins

Fundi slitið kl 16.15

Fundargerð ritaði Jón Aðalbjörn Jónsson ritari Fíh.
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála