27.
mars 2007
27. mars 2007
Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga átelur harðlega að skemmtistaðurinn Pravda, sem stendur fyrir keppni í drykkju, réttlæti keppnina með veru 3 árs hjúkrunarfræðinema á staðnum. Það liggur í hlutarins eðli að 3 árs hjúkrunarfræðinemi er ekki fullnuma og má lögum samkvæmt ekki axla ábyrgð á þeirri neyðarþjónustu sem látið er í veðri vaka að fylgi veru hans á staðnum. Stjórn tekur undir áhyggjur Landlæknis af atburðinum, sem fram koma í vefsíðu hans þann 22. mars sl.
Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga átelur harðlega að skemmtistaðurinn Pravda, sem stendur fyrir keppni í drykkju, réttlæti keppnina með veru 3 árs hjúkrunarfræðinema á staðnum. Það liggur í hlutarins eðli að 3 árs hjúkrunarfræðinemi er ekki fullnuma og má lögum samkvæmt ekki axla ábyrgð á þeirri neyðarþjónustu sem látið er í veðri vaka að fylgi veru hans á staðnum. Stjórn tekur undir áhyggjur Landlæknis af atburðinum, sem fram koma í vefsíðu hans þann 22. mars sl.