Hjukrun.is-print-version

40. fundur stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2005 - 2007

RSSfréttir
23. apríl 2007

Haldinn að Suðurlandsbraut 22 þann 23. apríl 2007 kl. 13:30

Mættir: Elsa B. Friðfinnsdóttir formaður, Halla Grétarsdóttir 1. varaformaður, Elín Ýrr Halldórsdóttir 2. varaformaður, Ingibjörg Sigmundsdóttir meðstjórnandi og Hrund Helgadóttir meðstjórnandi.

Til afgreiðslu:

  1. Fundargerð síðasta fundar.
    Samþykkt.
  2. Reglur fyrir öldungadeild Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
    Stjórn staðfestir reglur með fyrirvara um samþykki aðalfundar öldungadeildar.
  3. Tilnefning um heiðursfélaga.
    Stjórn samþykkir tilnefningu  um Guðrúnu Guðnadóttur.
  4. Afleysing í fæðingarorlofi fjármálastjóra Fíh.
    Samþykkt að ráða Brynju Kristjánsdóttur frá 15. júní 2007 – 31. janúar 2008.
  5. Starfsáætlun Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2007-2009.
    Lögð fram og staðfest af stjórn.
  6. Skýrsla stjórnar Fíh 2005-2007.
    Lögð fram og staðfest með athugasemdum á bls. 17 sem Elsa formaður mun lagfæra í skýrslunni.

Til umræðu:

  1. Tillaga um hugsanlega úrsögn Fíh úr BHM.
    Kynningarfundur verður miðvikudaginn  25. apríl 2007 kl. 20:00 í sal Fíh að Suðurlandsdbraut 22. Flutt verða þrjú stutt erindi og síðan verða umræður.
  2. Kjararáðstefna BHM 21. maí 2007.
    Áætlaður fjöldi er um 120 manns. Mikilvægt að fulltrúar kjaranefndar Fíh  sæki ráðstefnuna og stjórn Fíh.  Þá mun Elsa formaður senda boð á trúnaðarmenn félagsins.
  3. Afsögn fulltrúa í stjórn Starfsmenntunarsjóðs.
    Sigrún Gunnarsdóttir hefur óskað eftir að verða leyst undan stjórnarsetu.
    Finna þarf nýjan fulltrúa fyrir næsta haust.
  4. Ímyndarátak.
    Vigdís Hallgrímsdóttir kom á fundinn og kynnti vinnu sem farið hefur fram með fulltrúum frá Hjúkrunardeild HÍ og Heilbrigðisdeild HA. Mikilvægt er að ímyndarátakið byrji á þessu ári. Nauðsynlegt verður að leggja fram breytingu á fjárhagsáætlun á Fulltrúaþinginu og bæta nýjum lið inn í starfsáætlun stjórnar.
    Gera þarf ráð fyrir áframhaldandi fjarmagni í ímyndarvinnu á næstu árum.
    Stjórn þarf að skipa verkefnastjóra til að vinna með fulltúum deildanna í sameiningu.

Til kynningar:

  1. Lagabreytingatillögur frá ritnefnd Tímarits hjúkrunarfræðinga.
  2. Starf minjanefndar.
    Ekki hafar enn náðst samningar um samvinnu við Læknafélag Íslands, Lyfjafræðingafélag Íslands og Landspítala háskólasjúkrahús varðandi áframhaldandi undirbúning að hjúkrunarminjasafni.  Því er næsta skref að finna hentugt geymsluhúsnæði fyrir þá muni sem félagið á.
  3. Starf nefndar um vaktavinnu.
    Niðurstaða rannsóknar á viðhorfum vaktavinnumanna verður kynnt á fundi þann 5. júní næstkomandi.
  4. Önnur mál. Næsti fundur áætlaður 30.apríl n.k. kl.13.30.

Fundi slitið kl.15:55
Fundargerð ritaði Ingibjörg Sigmundsdóttir meðstjórnandi.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála