Ályktun fulltrúaþings Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 7. og 8. maí 2007 um hækkun launa hjúkrunarfræðinga
8.
maí 2007
Fulltrúaþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga skorar á fjármálaráðherra að veita auknu fé til heilbrigðisstofnana svo hægt sé að fullnýta ákvæði gildandi kjarasamninga og hækka laun hjúkrunarfræðinga. Jafnframt skorar þingið á fjármálaráðherra að beita sér fyrir því í komandi kjarasamningum að laun hjúkrunarfræðinga endurspegli þá staðreynd að bráðnauðsynlegt er að halda í vel menntaða og þjálfaða hjúkrunarfræðinga á heilbrigðisstofnum. Auk þess þurfa laun og starfsumhverfi stofnana að stuðla að eðlilegri nýliðun innan stéttarinnar.