Ályktun fulltrúaþings Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 7. og 8. maí 2007 um manneklu í hjúkrun
8.
maí 2007
Fulltrúaþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga lýsir yfir verulegum áhyggjum vegna fyrirsjáanlegs skorts á hjúkrunarfræðingum. Þingið skorar á stjórnvöld að bregðast nú þegar við þessum vanda með eflingu hjúkrunarnáms á Íslandi. Í því samhengi má nefna að auka þarf fjárveitingar til hjúkrunarfræðideilda Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri og sérstakt átak þarf til að fjölga kennurum í hjúkrunarfræði.