Haldinn að Suðurlandsbraut 22, þann 30. júlí 2007 kl. 13:30
Mættir: Elsa B. Friðfinnsdóttir, Halla Grétarsdóttir, Eygló Ingadóttir, Jón Aðalbjörn Jónsson, Cecilie Björgvinsdóttir, Hrund Helgadóttir og Hólmfríður Kristjánsdóttir
Til afgreiðslu:
1. Fundargerð síðasta fundar.
Samþykkt.
2. Ráðning hjúkrunarfræðings á skrifstofu FÍH.
3. Ráðning verkefnastjóra kjara- og réttindamála á skrifstofu FÍH.
Halla greinir frá vanda við að fá umsækjendur í stöðu hagfræðings Fíh og niðurstöðu þeirra sem falið var að ráða í stöðuna um að ráða þess í stað verkefnastjóra kjara og réttindamála í 80% starf.
Umræða um málið og forsendu niðurstöðu ráðningarnefndarinnar.
Tillaga nefndarinnar samþykkt með 5 atkvæðum. Einn situr hjá.
4. Erindi frá ritstjóra Tímarits hjúkrunarfræðinga.
Halla greinir erindinu. Umræða um námsleyfisumsókn ritstjóra.
Samþykkt að leyfið verði veitt í samræmi við réttindi skv. kjarasamningi ritstjóra en ekki á umbeðnum tíma. Ritnefnd verði falið að setja leyfið inn í starfsáætlun ritnefndar þegar það fellur að útgáfu tímaritsins.
5. Þátttaka fulltrúa FÍH í hópastarfi vegna gæðaráðstefnu SSN haustið 2008.
Umræða um fyrirhugaða ráðstefnu.
Samþykkt að senda fleiri fulltrúa en þá sem SSN greiðir fyrir en endanlegur fjöldi verður ákveðinn þegar endanleg staðsetning ráðstefnunnar liggur fyrir.
6. Kaup FÍH á síðu/m í bókinni Ísland – atvinnulíf og menning 2010.
Erindinu hafnað
Til umræðu:
7. Skipun varamanna í stjórn FÍH sbr. gr. 27 í lögum félagsins.
Samþykkt að senda fultrúum sem hafa kjörgengi póst um efnið.
8. Drög að erindisbréfi vegna skipunar nefndar um endurskoðun laga og skipulags FÍH – skipun formanns nefndarinnar.
Tillaga formanns að bréfi til fulltrúa í nefnd um endurskoðun laga og skipulags Fíh samþykkt. Tillaga formanns að formanni nefndarinnar samþykkt.
9. Uppgjör fyrstu 6 mánaða ársins.
Formaður gerir grein fyrir 6 mánaða uppgjöri. Umræða um stöðuna sem er í góðum farvegi.
Til kynningar:
10. Samningur við FOCAL um kaup á S3-samskiptakerfi.
Formaður greinir frá áætlun um innleiðingu kerfisins.
11. Þýðing á „sérfræðileyfi í hjúkrun“ á ensku – svar Landlæknisembættisins.
12. WorkForceForum skýrsla FÍH.
13. Önnur mál.
- Úrsagnir úr stjórn.
Cecilie Björgvinsdóttir mun vegna ráðningar sinnar til félagsins senda erindi um úrsögn úr stjórn Fíh fyrir næsta fund stjórnar. Jón Aðalbjörn Jónsson mun vegna tímabundinnar ráðningar sinnar til félagsins senda erindi um leyfi frá stjórnarstörfum í stjórn Fíh fyrir næsta fund stjórnar.
- Halla og Elsa gera grein fyrir fundi með heilbrigðisráðherra. Umræða um málið.
Fundi slitið klukkan 16.10
Fundargerð ritaði