Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
bt. Guðríðar Þorsteinsdóttur
Vegmúla 3
150 Reykjavík
Reykjavík, 29. ágúst 2007
Efni: Umsögn um drög að reglugerð um heilsugæslustöðvar.
Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) þakkar fyrir að fá tækifæri til að veita umsögn um drög að reglugerð um heilsugæslustöðvar.
Stjórnin leitaði m.a. til fagdeildar heilsugæsluhjúkrunarfræðinga við vinnslu umsagnarinnar og gerir hér með eftirfarandi athugasemdir:
- 9. gr. Að skýrt verði kveðið á um að framkvæmdastjóra heilbrigðisstofnunar beri að setja yfirlækni og yfirhjúkrunarfræðingi á heilsugæslustöð erindisbréf.
- 14. gr. Lagt er til að í greininni standi: Á heilsugæslustöð eða á vegum hennar skal vera ungbarna- og smábarnavernd, m.a. eftirfylgd með heilbrigði ungbarna og ...
- 15. gr. Stjórn Fíh telur afar mikilvægt að markviss heilsugæsla sé í framhaldsskólum landsins. Því er lagt til að greinin hefjist þannig: Heilsugæslustöðvar annast heilsugæslu í grunn- og framhaldsskólum með áherslu á ráðgjöf og fræðslu um heilsuvernd og forvarnir.
Stjórn félagsins gerir ekki aðrar athugasemdir við fyrirliggjandi drög.
Virðingarfyllst,
F.h. stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga,
________________________________________
Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður