Hjukrun.is-print-version

8. fundur stjórnar starfstímabilið 2007 - 2009

RSSfréttir
8. október 2007

8. október 2007 kl. 13:30

Mættar voru á fundinn: Elsa B. Friðfinnsdóttir formaður, Elín Ýrr Halldórsdóttir 2 varaformaður, Hólmfríður Kristjánsdóttir, Stefanía B. Arnardóttir varamaður, G.Gyða Ölvisdóttir varamaður, Hrund Helgadóttir (sat hluta fundarins) og Halla Grétarsdóttir 1 varaformaður  var í símasambandi við fundinn.

Samþykkt var  að færa 7. lið til umræðu samkv. fundarboði í 3. lið til afgreiðslu.

Til afgreiðslu:

1.      Fundargerð síðasta fundar – afgreiðslu frestað.

2.      Fulltrúar í erlendum samskiptum veturinn 2007-2008.

Jón Aðalbjörn fulltrúi félagsins í erlendum samskiptum er búin að senda út áætlun um dagskrá í sambandi við ráðstefnur til vors 2008. – Samþykkt.

3.      Tilnefning varamanns í stjórn og starfsnefnd LH.

Samþykkt var samhljóða að Cecilie B. Björgvinsdóttir, verkefnastjóri kjara- og réttindamála yrði sett sem fulltrúi í starfsnefnd LH og einnig sem varamaður í stjórn LH.

Til umræðu:

4.      Starfsreglur stjórnar - endurskoðun. Þar sem ekki hefur farið fram endurskoðun á starfsreglum félagsins, var það tillaga frá Elsu að stjórnin mundi lesa og senda athugasemdir um breytingar á milli sín og að Fríða Björg, ritari stjórnar,  haldi utan um skrásetningu.

5.      Starfslýsing verkefnastjóra kjara- og réttindamála. Stjórnarmenn voru beðnir um að lesa og gera athugasemdir við  starfslýsingu svo að hægt sé að bera hana upp til samþykkis á næsta fundi stjórnar.

6.      Starfslýsingar fulltrúa á skrifstofu FÍH. Gera þarf breytingar á starfslýsingum fulltrúanna, þar sem verið er að taka upp nýtt skráningakerfi og mun Elsa leggja breytingatillögur fyrir næsta fund.

7.      Starfsmannamál – afleysing fulltrúa á skrifstofu félagsins. Þar sem starfsmaður á skrifstofu fer í  veikinda frí var samþykkt að ráða inn starfsmann í hálft starf í 3 mánuði.  Formaður er að leita að einstaklingi í starfið.

8.      Auka aðalfundur BHM 12. október 2007. Komnir eru 16 fulltrúar, en ennþá vantar  12 til að við fyllum þann kvóta sem við höfum. Elsa ætlar að láta starfsmenn leita til fagdeilda og fl. til að ná fjöldanum. Rætt var um að mikilvægt væri að hvert félag innan BHM myndi skilgreina þá þjónustu sem það þurfi: lögfræðing, hagfræðing, launafulltrúa o.s.frv.  Stefnumótun BHM verði settur skýr tímarammi, gerð úttekt á starfsmannahaldi og fjármálaumsýslu á skrifstofu BHM, auk þess sem skoða þarf lög bandalagsins sérstaklega m.t.t. væntanlegra breytinga.

9.      Erindi um ályktun stjórnar gegn kynbundnu tali um stétt hjúkrunarfræðinga. Ákveðið var að senda bréf til Blaðamannafélags Íslands þar sem að gefnu tilefni væri áréttað að ekki sé við hæfi að tala um hjúkkur eða kynbinda þegar umræða um hjúkrunarfræðinga á sér stað.

10.  Sjálfstæð störf hjúkrunarfræðinga. Þessum lið var frestað, þar sem upphafsmaður hans var fjarverandi.

Til kynningar:

11.  Ályktun félagsráðsfundar FÍH haldinn 27. september 2007. varðandi 30.000 kr. greiðsluna, stjórnarmenn samþykktu að Elsa  setti af stað hvatningu um  að félagsmenn myndu senda ályktunina í tölvupósti til heilbrigðis-, fjármála-, félagsmála- og utanríkisráðherra.

12.  Hugmyndir um samvinnu við Sjóvá –  Aðalheiður Sigursveinsdóttir og Sigrún Eysteinsdóttir ráðgjafar komu á fund stjórnar kl. 15:00 og kynntu verkefnið hjúkrunarfræðingar og Sjóvá í spennandi samstarfi, þar sem  er verið að tala um tryggingar og fl. fyrir félagsmenn. Ákveðið var í framhaldi að fá tilboð og ætlar Elsa að athuga með upplýsingar varðandi hjúkrunarfræðinga bæði tölur frá lífeyrissjóði um fjölda örorkulífeyrisþega og einnig að leita upplýsinga um aðra tíðni ýmissra heilbrigðisvandamála hjá hjúkrunarfræðingum í samanburði við aðra.

13.  Önnur mál. Elsa lagði fram tvö bréf sem borist hafa. Annað var frá Ingu S. Guðbjartsdóttur vegna málefna geðsjúkra og K- lykilinn, hitt var frá fagdeild görgæsluhjúkrunarfræðinga, um styrk vegna útgáfu afmælisrits.  Erindin verða tekin til afgreiðslu á næsta fundi stjórnar.

Fleira ekki tekið fyrir fundi slitið kl. 16:20.

 

Fundaritari

G. Gyða Ölvisdóttir

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála