22. október 2007 kl. 13:30
Mættar voru á fundinn:
Til afgreiðslu:
1. Fundargerðir síðustu tveggja funda. Samþykktar eftir umræður og fylgjandi breytingar.
2. Erindi frá fagdeild gjörgæsluhjúkrunarfræðinga. Stjórn lýsir ánægju sinni með afmælisritið og samþykkir umbeðinn styrk.
3. Erindi frá Kiwanishreyfingunni um styrk. Erindi hafnað.
4. Akstursgreiðslur vegna kjaranefndar. Ákveðið var að vegna búsetu formanns kjaranefndar mundi hann leggja fram akstursbók og fá greitt samkvæmt henni.
5. Starfslýsing verkefnastjóra kjara- og réttindamála. Samþykkt.
6. Starfslýsingar fulltrúa á skrifstofu FÍH. Samþykkt.
Til umræðu:
7. Starfsreglur stjórnar – endurskoðun. Frestað.
8. Málefni Tímarits hjúkrunarfræðinga. Stjórn hefur þegar samþykkt beiðni ritstjóra um leyfi skv. kjarasamningi. Stjórn felur formanni og varaformanni að ræða málið á fyrirhuguðum fundi með ritnefnd sem settur hefur verið þann 31. október nk.
Stjórnin lýsir hinsvegar áhyggjum af gangi mála við útgáfu tímaritsins og að þessi staða komi upp ítrekað samanber bókun á fundi stjórnar FÍH þann 23. janúar 2006 þar sem segir:
Í tengslum við yfirferð á viðhorfskönnun Fíh og umræðu um fjárhagsáætlanir, lýsir stjórn yfir áhyggjum vegna Tímarits hjúkrunarfræðinga, fjárhagsáætlunum og tekjuöflun þess. Stjórnin telur að einnig þurfi að skoða efnistök, ritstjórnarstefnu og útgáfu þess almennt.
9. Skipun samninganefndar FÍH við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóð. Frestað.
10. Tilnefning FÍH í embætti forseta ICN og til stjórnarsetu í ICN. Ákveðið að eftir stjórnarfund hjá SSN þann 23. október nk. verði tekin ákvörðun um tilnefningu.
11. Dagsetningar helstu viðburða hjá félaginu árið 2008. Samþykkt að formaður sendi tillögu til stjórnarmanna, ásamt tillögu um stjórnarfundi vorið 2008.
12. Sjálfstæð störf hjúkrunarfræðinga. Fært undir liðinn önnur mál.
Til kynningar
13. Starfsmannamál - nýr starfsmaður er byrjaður í afleysingu fyrir fulltrúa á skrifstofu félagsins.
14. Tillögur samþykktar á auka aðalfundi BHM þann 12. október sl.
15. Önnur mál
Kjararáðstefna BHM verður haldin 7. nóvember 2007, Borgartúni 6, 4. hæð.
Rætt var um skipun fulltrúa í stjórn starfsmenntunarsjóðs og ákveðið að óska eftir tilnefningu fræðslunefndar.
Erindi frá Vestmannaeyjadeild um styrk. Stjórn ákvað að hluti erindisins falli undir fjárveitingu til deildar, en kalla eigi eftir frekari upplýsingum um þátt fræðslu og mun formaður í framhaldi af því taka ákvörðun um málið.
Lögfræðierindi, sjö mál eru nú í skoðun/vinnslu hjá lögfræðingi.
Umræða var um hugsanlegar breytingar sem fyrirhugaðar eru vegna flutnings verkefna milli ráðuneyta.
Fleira ekki tekið fyrir fundi slitið kl. 16:15
Fundargerð ritaði Gyða Ölvisdóttir.