Hjukrun.is-print-version

10. fundur stjórnar starfstímabilið 2007 - 2009

RSSfréttir
5. nóvember 2007

5. nóvember 2007 kl 13:30

Sigríðarstofu á Suðurlandsbraut

Mættir: Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður, Halla Grétarsdóttir, 1. varaformaður, Elín Ýrr Halldórsdóttir, 2. varaformaður, Hrund helgadóttir, meðstjórnandi, Eygló Ingadóttir, gjaldkeri, Hólmfríður Kristjánsdóttir, meðstjórnandi, Stefanía B. Arnardóttir, varamaður, Fríða Björg Leifsdóttir, ritari og Gyða Ölvisdóttir, varamaður.

Fundarritari Fríða Björg

Til afgreiðslu:

1.      Fundargerð síðasta fundar

-        Nánari útskýringar gefnar við lið nr. 10 Tilnefning FÍH í embætti forseta ICN og til stjórnarsetu í ICN.  Ísland er í blokk með Norðurlöndum og Austur – Evrópu og kemur Fíh til með að styðja tillögur þessarar blokkar.  Elsa hefur verið kjörin 2. varaformaður SSN á stjórnarfundi SSN 23. október 2007. 

-        Rætt um dagsetningar stjórnarfunda 2008 og tillögur samþykktar.  Ákveðið að hafa vinnufund stjórnar 10. mars 2008.

-        Fundargerð samþykkt án frekari athugasemda.

2.      Erindi frá ungum hjúkrunarfræðingum um stofnun hagsmunahóps.

-        Rætt um að hluti stjórnar hitti þennan hóp og heyri hugmyndir þeirra um myndun þessa hóps.  Elsa, Aðalbjörg og Jón koma til með að hitta hópinn.  Stjórn fagnar þessu erindi ungra hjúkrunarfræðinga.

Til umræðu:

3.      Þróun heilbrigðisþjónustunnar – sjálfstæð störf hjúkrunarfræðinga

-        Hugrenningar stjórnarmanns lagðar fyrir stjórn og rætt um stöðu mála.  Morgunverðarfundir hafa gengið vel og góðar ábendingar hafa komið eftir fundina.  Ímynd hjúkrunar hefur mikil áhrif á hjúkrunarfræðinga úti í samfélaginu og innan stéttarinnar.  Ímyndarátakið þarf að byrja innan stéttarinnar og með því speglast ímyndin út í samfélagið. 

-        Þær hugrenningar sem lagðar voru fram um líðan hjúkrunarfræðinga koma úr mörgum áttum og eru settar fram með það að markmiði að hjálpa hjúkrunarfræðingum og koma skilaboðum þeirra í farveg.  Margir hjúkrunarfræðingar eru reiðir gagnvart kjörum sínum, vinnuaðstöðu, líðan í vinnu og þeirri ímynd sem hjúkrunarfræðingar hafa innan stéttarinnar og úti í samfélaginu.

-        Vinnuhópur um heildræna skráningu (ICF) í heilbrigðis- og félagsþjónustu, mikilvægt að hjúkrunarfræðingur fái sæti í þessum hópi.  Gyða ætlar að leggja það til.

-        Mikilvægt að hefja ímyndarvinnu hjá þeim leiðtogum hjúkrunarfræðinga sem eru í skólunum, inni á sjúkrahúsum og í feltinu.  Þeir sem leiða yngri hjúkrunarfræðinga inn í stéttina teikna myndina fyrir framhaldið.  Umræður um það hvar neikvæðnin kemur inn í líf og líðan hjúkrunarfræðinga.  Mikil neikvæðni tekur á móti nemum um leið og þeir koma í verknám inn á sjúkrahúsin sem er mjög alvarlegt mál.

-        3 hópar “sérgreina” eru innan stéttarinnar þ.e. fagdeildir, diplómanám og sérfræðingar skv. reglugerð HTR:  Mikilvægt að samræma þessar skilgreiningar á sérgreinum hjúkrunar. 

-        Félagið þarf að ná aftur til deildarstjóra og gefa þeim tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum og upplifun á framfæri innan félagsins.  Um tíma var starfandi fagdeild deildarstjóra innan félagsins en sú deild var lögð niður.  Hjúkrunarfræðingar kvarta mikið undan því að þeim finnst vanta einhvern til að halda utan um þá. 

-        Morgunverðafundum er að ljúka og kemur skýrsla fljótlega í kjölfarið.  Þar koma fram tillögur til úrbóta í ljósi umræðna á fundunum.

-        Ímyndarátakið er í startholunum og margar hugmyndir um úrvinnslu þar.  Ímyndarátakið má ekki detta niður og þarf að halda stöðugu í gegnum tíðina.  Árið 2008 yrði upphafs árið og notað til þess að efla samstöðu stéttarinnar og endurskipulagningu á innviðum félagsins.  Mikil tækifæri framundan í þessum málum.

-        Mikil ánægja frá hjúkrunarfræðingum sem tekið hafa þátt í morgunverðafundunum með það framtak.  Þar finnst þeim þeir hafa vettvang til að koma sjónarhornum sínum á framfæri.

-        Málefni sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðinga

o       Mikill þrýstingur hefur verið á Karítas að selja sjálfstæðu hjúkrunarleyfin sín til LSH og fara þá sömu leið og Heimahlynning KÍ fór á síðasta ári.  Áhersla er lögð á að vernda samninginn um sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðinga milli FÍH og TR.  Hver er túlkun í nýjum heilbrigðislögum og möguleika hjfr. á stofnun eigin hjúkrunarfyrirtækja?  Hvað ætlar FÍH að gera til að standa vörð um þennan samning sem er í ákveðinni tilvistarkreppu?

o       Hugmynd um að halda opinn fund með sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðingum og því stjórnmálafólki sem kemur að þessum málaflokki. 

o       Hugmynd um að félagið gefi út formlega skýrslu um þetta mál samningnum og aðstæðunum til hagsbóta.

4.      Ályktun vegna frumvarps til laga um breytingu ýmissa lagaákvæða sem varða sölu áfengis og tóbaks – samþykkt með breytingum.

5.      Starfsreglur stjórnar – endurskoðun frestað til næsta fundar.

6.      Málefni Tímarits hjúkrunarfræðinga.

-        Fundur formanns og varaformanns með fulltrúum ritnefndar var haldinn í síðustu viku.  Fram kom á þessum fundi að ritnefnd og ritstjórn ritrýndra greina hyggjast halda sameiginlega fundi.  Gagnrýni hefur komið fram um flóknar leiðir greina sem eru sendar inn til birtingar í Tímariti hjúkrunarfræðinga.  Sigríður verður formaður ritnefndar næsta árið að því loknum tekur Christer við formanns stöðunni. 

-        Christer Magnusson hefur tekið að sér að ritstýra Tímariti hjúkrunarfræðinga í fjarveru ritstjóra þess, framundir miðjan janúar.

7.      Skipun í samninganefndar – frestað

Til kynningar:

8.      Erindi vegna fundar í ACENDIO – Elsa hefur svarað Ástu vegna erindsins.

9.      Gjöf til FÍH – Móðir stjórnarmanns er bókasafnsfræðingur og hefur valið að gefa Fíh bók sem inniheldur fyrirlestra sem fluttir voru á ....... congress í Gautaborg.  Bókin var gefin Matthíasi Einarssyni lækni af félagi íslenskra hjúkrunarkvenna á sínum tíma.  Elsa veitti gjöfinni móttöku fyrir hönd félagsins.

Fundi slitið klukkan 16:10

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála