Nefndasvið Alþingis
Austurstræti 8 - 10
150 Reykjavík
Reykjavík, 20. nóvember 2007
Efni: Umsögn um frumvarp til laga um vátryggingasamninga, 163. mál, afmörkun á heimild til upplýsingaöflunar.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) þakkar beiðni um umsögn um frumvarp til laga um vátryggingasamninga. FÍH hefur áður sent umsagnir um efnið dags. 15. febrúar 2007 og 26. febrúar 2007.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga álítur nú gerðar breytingar til bóta. Engu að síður er enn til staðar í frumvarpinu heimild til að veita upplýsingar um heilsufar þriðja aðila án samþykkis viðkomandi. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga ítrekar því andstöðu sína við því að þessi heimild verði veitt með samþykki frumvarps þessa.
Virðingarfyllst,
F.h. stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga,
________________________________________
Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður