Nefndasvið Alþingis
Austurstræti 8 - 10
150 Reykjavík
Reykjavík, 21. nóvember 2007
Efni: Umsögn um tillögu til þingsályktunar um eflingu kennslu í heilbrigðisvísindum í Háskólanum á Akureyri, 117. mál.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) þakkar beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um eflingu kennslu í heilbrigðisvísindum í Háskólanum á Akureyri.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fagnar framkominni tillögu til þingályktunar og tekur undir greinargerð þá sem henni fylgir. Jafnframt vekur félagið athygli á skýrslu FÍH um manneklu í hjúkrun sem gefin var út á fyrri hluta þessa árs og er aðgengileg á vefslóðinni http://www.hjukrun.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=1453
Þar kemur m.a. fram að mannekla í hjúkrun mun að óbreyttu vaxa enn frekar fram til 2015, verði ekkert að gert, þar sem stórir árgangar hjúkrunarfræðinga munu fara á lífeyri á næstu árum.
FÍH hvetur til samþykktar þingsályktunartillögunnar.
Virðingarfyllst,
F.h. stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga,
________________________________________
Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður